Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 53
Ú r D a g a r a f ó l g a n d i h j a r t s l æ t t i TMM 2017 · 3 53 úr stjórnmálaflokki sem maður hafði gefið ótelj- andi vinnustundir í gegnum tíðina. Þegar maður hættir missir maður líka vini og kollega og skyndi lega á maður enga kreðsu lengur, tilheyrir hvergi. Alveg einsog ég vissi að ég myndi alltaf styðja gagnrýnendur ættleiðinga, vissi ég að ég gæti ekki lengur verið fulltrúi fyrir ættleiðingar- gagnrýnina nema með bókinni minni, sem er til og verður alltaf til í heiminum. Alveg sama hversu mikið ég vildi gæti ég aldrei verið fulltrúi fyrir eitthvað sem ég er ekki lengur, eða sem ég er enn ekki fær um að vera fulltrúi fyrir. Ég náði þeim stað þar sem mér fannst ekki lengur að það væri ég sem talaði þegar ég talaði um bókina opinberlega, og vegna þess að ég náði aldrei að gegna hlut- verki hins ættleiðingarkrítíska eða höfundar bókarinnar eða einu sinni bara páfagauksins var það ekki heldur ég sem talaði. Ég veit ekki hver það var sem talaði en ég veit að því meira sem hún talaði því sorgmæddari varð hún. Í hvert einasta skipti sem hún var spurð skylduspurninganna fimm („hvað segja ættleiðingarforeldrar þínir um bókina?“, „hvað um þá sem voru ætt- leiddir en eru ekki krítískir?“, „ertu þá alveg á móti ættleiðingum?“, „hvað getum við gert til að bæta ættleiðingarkerfið?“, „hvaða kröfur ættum við að gera til þeirra sem vilja ættleiða?“) langaði hana að fremja morð, ef ekki annað þá á sjálfri sér. Einu sinni, eftir að hún hélt erindi fyrir hóp dönsku- kennara, þurfti hún að rjúka beint upp á hótelherbergi og horfa á tvær teikni- myndir til að hrista af sér upplifunina. Einhver karl hafði rétt upp hönd, þegar hann og hinir dönskukennararnir höfðu hlustað á erindið, og sagt að það væri mikilvægt að hún skrifaði um sársaukafulla reynslu sína sem ætt- leitt barn svo að hann og hinir, sem ekki voru ættleiddir, gætu fengið innsýn í hvaða þýðingu það hefði að vera ættleiddur. Honum hafði aldrei dottið í hug að hún skrifaði alls ekki fyrir hann. Í ritgerð sinni „Þegar aðrir skrifa – um skrifin sem andstöðu, ábyrgð og tíma“ skrifar Mara Lee: „Það er ekki það sama að neita að láta smætta sig niður í eigin sársauka og að hafna sérkennum sínum, heldur strategía til þess að lifa af og henni er ætlað að opna flokka og ramma. Þannig að þegar við tökum eftir því að heimurinn og hið opinbera ávarpar einvörðungu sársauka okkar ber okkur að sleppa því að svara. Því það er ekki samtal, ekki raunverulegt ávarp sem á sér stað. Nei, þvert á móti: það er einmitt þessi tegund af performatífri meðferð sem festir þig í hlutverki hins undirskipaða og særða viðfangs. Og það mikilvæga hér er þetta: að við- fangið velji sjálf hvenær hún kýs að ávarpa sár sitt og hvenær hún ætti ekki að gera það. Trinh: „Annarleiki verður valdeflandi, veigamikill munur þegar hann er ekki veittur heldur endurskapaður.“ Þannig að þegar valdið grípur frammí fyrir þér sem særðu viðfangi, og þú neitar að svara, þá þýðir það ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.