Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 28
Þ o r g e i r Tr y g g va s o n 28 TMM 2017 · 3 innan marka bragarháttar og línufjölda. Þá dugar tæpast algengasti hluti orðasafnsins, heldur verða eldri og sjaldheyrðari orð að vera í vopnabúrinu líka. Alls þessa sér stað í þýðingu Hallgríms. Hann gerir hvað þessi atriði varðar enga tilraun til að slíta sig úr heimi verksins, losa þýðingu sína úr samhengi sínu. Honum er umhugað um að virða kröfur formsins og vinnur með ríku- legan orðaforða sinn. Jafnvel svo að þó hann segist hafa ákveðið að „vera ekki með stuðla“7 þá getur jafn mikill nautnamaður með mál auðvitað ekki alveg stillt sig, þó ekki sé stuðlasetningin alveg regluleg, eða algild: Hvað ef ég nú hefði séð til hans og sagt þér? Eða heyrt hann – eins og þekkist meðal þrjóta sem komist hafa yfir eða undir kvenmannsgrey af sjálfs- eða drusludáðum og fengið fulla losun, en fá svo ei yfir því þagað. 4.1.24–28 Hér er Helgi til samanburðar: En ef ég hefði séð hans svik við yður? og heyrt hann segja – líkt og lubbar þeir, sem hafa, fyrir frekar bænir sínar ellegar dáleik ástfanginnar stúlku, komið fram vilja sínum, stilla sig ekki’ um að blaðra. Það er sem sagt ansi margt sem vinnur gegn gegnumgangandi nútíma- væðingu textans, ef ekki á að umturna bæði formi og efni verksins. Engu að síður er víða í þýðingu Hallgríms að finna orðalag sem kippir áheyrand- anum/lesandanum inn í nútímann. Dæmi um það er reyndar í þessum kafla hér að ofan, þar sem „dáleikur ástfanginnar stúlku“ hjá Helga verður að „drusludáðum“ í meðförum Hallgríms. „Voluntary dotage of some mistress“ segir frumtextinn. Fleiri orð þar sem nútíminn sýnir sig hjá Hallgrími má nefna: Sjálfsagt einhver frétt að heiman, eða enn ógotin plott 3.4.143–144 Reddaðu mér eitri, Jagó, strax í nótt. 4.1.200 Stundum er innrás samtímans svo harkaleg og áberandi að ætlunin er líklega frekar að hafa sérstök áhrif hér og nú en gera textann aðgengilegri. Nefna má tvö dæmi úr öðru atriði fjórða þáttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.