Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 52
52 TMM 2017 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð ekki frá því við sáumst fyrst. Við átum núðlusúpu á víetnömskum veitinga- stað í Kaupmannahöfn og á eftir var ég ekki í vafa um að þú værir konan sem ég vildi eyða ævinni með. Ég man að ég hugsaði, við eigum nægan efnivið í heila ævi saman, og það hugsa ég enn. Þess vegna er eitthvað svo rangt við að vera ekki að hittast, þótt ég sé líka sammála þér um að sennilega sé best að láta það vera. Ég veit að ég á ekki að taka því sem uppsögn, en ég get ekki neitað að það svíður undan því alveg einsog undan uppsögn. Það svíður að þurfa að láta mér duga að vera vinur þinn. Vittu bara að ég vona að hinu- megin, handan við daga af ólgandi hjartslætti og lúnum augum, getum við aftur byrjað að hittast. Ég vona að þá hafir þú ekki hitt neina aðra. Og þótt við getum ekki lofað hvor annarri því, vona ég að þú bíðir mín, ég veit að ég mun bíða þín. Ég hef ekki sagt þér það en með sjálfri mér veit ég að ég mun bíða þín, að ég get ekki látið vera að bíða þín. Þú sagðir að þú gætir ekki lofað neinu og ég álasa þér ekki fyrir það. Ég álasa þér ekki fyrir að vilja ekki vera húsfrúin sem bíður þess að stríðinu ljúki og maðurinn hennar geti snúið aftur heim. Við erum ekki maður og kona, og það verðum við örugglega og til allrar lukku aldrei, en samt sem áður veit maður aldrei, kannski bíður þú mín einsog húsfrúin sem bíður þess að maður hennar snúi aftur úr stríðinu. Ef hann snýr þá ekki aftur í kistu. Það er munurinn. Ég veit að einn daginn verð ég laus við streituna. Ég veit ekki hvenær. Læknirinn segir að það geti tekið frá þremur mánuðum og allt upp í ár. Ég nenni ekki að eyða þremur mán- uðum eða ári í þetta. Ég nenni ekki að hafa það einsog ég hef það. Ef ég gæti bara spólað tímanum til baka, aftur í ágúst, þegar ég hefði átt að draga mig í hlé frá umheiminum í dálitla stund. Þess í stað hunsaði ég öll merkin sem líkaminn reyndi að senda mér. Ég hélt áfram að lesa upp og tala um HÚN ER REIÐ þótt það gerði mig bara leiða. Hvað var það sem gerði mig svona leiða? Kollegi minn sagði við mig nýlega að hún hefði náð þeim stað að sér þætti ekki lengur sem hún sjálf væri rétti aðilinn til að vera fulltrúi bókarinnar sem hún hafði skrifað. Ég vissi ekki að maður kæmist þangað, en ég sagði það ekki við hana. Ég hugsaði um það eftirá. Ég hélt að ég myndi alltaf geta verið fulltrúi bókarinnar minnar, því það var ég sem skrifaði hana. Það getur verið, og kannski eru það tvær hliðar á sama teningi, en á þessari stundu hugsa ég að ég hafi náð þeim stað að bókin sem ég skrifaði sé ekki lengur rétti fulltrúinn fyrir mig. Ég er ekki lengur sú manneskja sem ég var þegar ég skrifaði bókina. Sú sem ég var þegar ég skrifaði bókina er mér framandi manneskja með kunnuglegt andlit. Andlit hinnar ættleiddu, ætt- leiðingarkrítísku og aktífistans, sem sumir hafa túlkað sem andlit hinnar trámatíseruðu, reiðu og vanþakklátu. Það skiptir engu hvað það er, þetta andlit er ekki mitt lengur. Strax í ágúst, örfáum mánuðum eftir útgáfuna, varð ég vör við að ég var farin að draga mig í hlé frá ættleiðingarkrítíska sam- félaginu. Ég dró mig í hlé frá því samfélagi sem gerði mér mögulegt að vera í Danmörku á meðan ég lauk við að skrifa bókina. Það var einsog að segja sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.