Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 25
Þ r í r M á r a r TMM 2017 · 3 25 Í næstu línu tekur Helgi sérkennilega ákvörðun. Matthías og Hallgrímur velja augljósa kostinn við að þýða „betray“ með „svíkja“ en Helgi kýs „dregur fleiri á tálar“. Í fljótu bragði freistast ég til að sjá þetta sem villu. Óþelló er að horfa til svika Desdemónu við sig, og vill ekki að hún leiki fleiri menn þann- ig. Í útleggingu Helga vill Óþelló hindra Desdemónu í að taka sér fleiri friðla. Það er reyndar rökréttari hugsun svo „villan“ mun aldrei trufla nokkurn áheyranda, en Óþelló er ekki í standi til að hugsa rökrétt, og eins og hinar þýðingarnar sýna blasir einföld og „rétt“ lausn við. Annað dæmi um vafasama útleggingu hjá Helga tel ég mig sjá í línu 18, þar sem hann þýðir „Be thus when thou art dead“ með „vertu eins meðan þú deyrð“, en næstu línur taka af allan vafa um að Óþelló er að óska þess að fegurð Desdemónu á dauðastundinni haldist um alla framtíð, að minnsta kosti í huga hans. Matthías og Hallgrímur halda þessari hugsun betur til haga. Línur 7–15 geyma eina af þessum makalausu hugleiðingamyndum sem Shakespeare leggur persónum sínum gjarnan í munn í trúnaðarsamtölum þeirra við áhorfendur. Þar sem ljóðmálið er notað til að brjóta til mergjar ástand persónunnar eða þau vandamál sem blasa við henni. Hér enduróma eintöl Hamlets, innri rökræður Macbeths og vangaveltur Júlíu um merkingu og mikilvægi þess hvað hlutir heita. Í þessum línum kveikir sú einfalda athöfn að blása á kerti hugsanir um hinar óafturkræfu og ógurlegu afleiðingar sem verkefnið framundan hefur. Auðvelt er að kveikja aftur á kertinu, en lífsljós Desdemónu verður ekki endurheimt án guðlegs krafts. Eins er með rós sem klippt er af rót sinni. Hún vex ekki meir, heldur visnar. Allir skila okkar menn þessum kafla með umtalsverðri reisn. Mögulega hefur Matthías samt misskilið línuna um Prómeþeifseldinn, virðist halda að Títaninn sjálfur eigi að blása lífi í Desdemónu. Gaman er að skoða þrjár ólíkar leiðir til að skila „flaming minister“. Honigmann rekur myndina að 104. Davíðssálmi, þar sem segir í 4. versi, „Who maketh his angels spirits; his ministers a flaming fire:“, eða „Þú gerir vindana að sendiboðum þínum, bálandi eld að þjónum þínum“. Kannski full-stórkallaleg vísun í hljóðskraf um kertaljós í svefnklefa ungrar stúlku, fyrir utan að bein textatengsl verka Shakespeares og Jakobsbiblíunnar verða að skoðast í því ljósi að sú rómaða þýðing kom út 1611, þegar skáldið átti varla nema 5–6 leikrit óskrifuð. Óþelló er talinn frá um 1603–4, þegar þýðingar- starfið var að hefjast. „Litla loga-þernan“ þýðir Matthías. Hallgrímur fylgir því fordæmi, fyrir utan að breyta þernu í þjón, sem fer vel á, enda orðið „þerna“ á góðri leið með að hverfa úr málinu. Helgi lætur „þjónustuhlutverkið“ lönd og leið með „þú litli bjarti logi“. Hallgrímur er sá eini sem virðist reyna að koma nútímamerkingu orðsins „cunning“ til skila með „græsku“, en bæði er erfitt að meðtaka þau blæbrigði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.