Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 5
„ L á t t u e k k i þ e s s a ö g n h l æ j a a ð þ é r“ TMM 2017 · 3 5 *** Takk fyrir að koma í viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar, Kristín, nafna mín. Ég þakka fyrir að þú skyldir bjóða mér. Það þótti mér skemmtilegt. Mín er ánægjan. Viltu segja mér hvar þú ert fædd og hvenær, hvað heitir mamma þín, hvað heitir pabbi þinn, áttu systkini, hvað heita þau – ef þú kærir þig um að svara því – hvar í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp? Nafna, ég verð alveg til jóla að svara… bíddu nú við: ég er fædd á Seyðisfirði ellefta mars 1946 í hjónarúminu – með rauðan koll undireins og grét hátt – segir sagan. Móðir mín hét Arnþrúður Ingólfsdóttir og var húsmóðir en faðir minn Steinn Stefánsson. Hann var skólastjóri og gaf frí þennan dag. Einhver á að hafa sagt: Það vildi ég að hann Steinn eignaðist barn á hverjum degi. Við vorum fimm systkinin, erum fjögur núna, elstur var Heimir, hann var prestur, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og um tíma útvarpsstjóri – hann lést árið 2000. Næst er Iðunn, hún er rithöfundur og var kennari. Ég er miðjubarn og á að hafa verið eina óskabarnið afþví ég fæddist ári eftir að seinni heims- styrjöld lauk. Næstur fæddist Ingólfur, hann er ritstjóri hjá Menntamála- stofnun og tónlistarmaður, söng í Þokkabót og víðar. Yngstur er Stefán, geð- læknir, heilsugæslulæknir á Akureyri og þýðandi. Ég ólst upp á Seyðisfirði. Hvaðan af landinu ertu ættuð? Ég er ættuð úr Vopnafirði og Suðursveit en tel mig vera Seyðfirðing – við erum öll fædd á Seyðisfirði. Viltu segja mér nánar frá bernskustöðvunum? Hugsi ég tilbaka finnst mér alltaf hafa skinið sól en það er áreiðanlega ekki rétt því Austfjarðaþokan lá yfir einsog lok ofan á potti. Veturnir voru harðir og snjóþungir, einn snjóbíll sótti mjólkurvörur í Egilsstaði og fór með fólk í flug. Við vorum bara heima – þú varst ekki að farta með snjóbílnum yfir heiðina – og skip komu með vörurnar. Það var yfirleitt lokað fyrir bílaum- ferð yfir heiðina frá október og fram í maí, júní. Ég minnist þess ekki að einangrunin hafi truflað mig – sólin hætti að sjást í októrberlok, kom fram um miðjan febrúar og þá var drukkið sólarkaffi – en ég gæti ekki búið þarna í dag. Við vorum frjáls, leikvöllurinn var fjörðurinn, túnin, fjaran, fjöllin – okkur leiddist aldrei og höfðum ætíð nóg fyrir stafni. Kannski finnst mér alltaf hafa skinið sól afþví það var bara svo gaman. Manstu fyrstu minninguna? Ég á minningu úr eldhúsinu heima í Tungu – húsin báru flest nöfn – ég ligg uppi á borði sem við kölluðum bekk, því það var skápur undir og undir glugga með sængina utan um mig. Það er morgunn. Mamma snýst í eld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.