Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 17
„ L á t t u e k k i þ e s s a ö g n h l æ j a a ð þ é r“
TMM 2017 · 3 17
fengu launin í formi úttektar hjá kaupmanninum eins og aðrir. Stundum
voru eiginmennirnir búnir að drekka út launin þegar þær vitjuðu þeirra. Ég
studdist að hluta til við heimildir en að öðru leyti er þetta skáldsaga.
Í Á eigin vegum yfirgefur söguhetjan landið – væntanlegra til betri heima –
eins söguhetjur Vonarlands. Konurnar fara, karlarnir verða eftir – að verja
landið og eldri hugsunarhátt? Er Ísland ekki boðlegt konum?
Ég vil ekki segja að landið sé ekki boðlegt því konurnar í bókunum vita
lítið hvað tekur við hinum megin – vonandi betra líf. Mér finnst gaman að
láta persónur mínar taka flugið – hvað heldurðu að margar konur hefðu ekki
verið til í það? Karlarnir höfðu meira að verja, áttu meira undir sér, sátu á
sínu. Ég nýt þess að koma konunum mínum til Reykjavíkur, yfir hafið og
jafnvel til Parísar.
Þú hefur skrifað þrjátíuogtvær skáldsögur, sú þrítugasta og þriðja kemur
út nú í haust.
Já, ég byrjaði að skrifa barnabækur afþví ég hafði þörf fyrir það og kannski
voru þær framlenging á sögunum hennar mömmu – þær tendruðu logann.
Ég hafði líka nóg af hugmyndum og átti börn á barnabókaaldri sem lásu
handritin yfir. Ég var ánægð og sátt í barnabókaheiminum. En það urðu
straumhvörf upp úr aldamótum þegar ég skrifaði bók sem heitir Engill í
vesturbænum (2002) en hana ætlaði ég hvort tveggja börnum og fullorðnum.
Þá var ég flutt til Reykjavíkur og þá var enn ekki aftur snúið.
***
Ertu hugrökk?
Stundum.
Ertu ævintýragjörn, nýjungagjörn?
Ég held ekki.
Ertu kvöldsvæf, næturhrafn?
Ég er kvöldsvæf og vakna snemma, mér finnst gott að fara snemma upp í
rúm og lesa.
Hvar annars staðar vildirðu búa? Sveit, staður, borg?
Borg.
Einhver sérstök?
Kannski Berlín. Þýskaland togar alltaf í mig. Eða Kaupmannahöfn.