Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Page 17
„ L á t t u e k k i þ e s s a ö g n h l æ j a a ð þ é r“ TMM 2017 · 3 17 fengu launin í formi úttektar hjá kaupmanninum eins og aðrir. Stundum voru eiginmennirnir búnir að drekka út launin þegar þær vitjuðu þeirra. Ég studdist að hluta til við heimildir en að öðru leyti er þetta skáldsaga. Í Á eigin vegum yfirgefur söguhetjan landið – væntanlegra til betri heima – eins söguhetjur Vonarlands. Konurnar fara, karlarnir verða eftir – að verja landið og eldri hugsunarhátt? Er Ísland ekki boðlegt konum? Ég vil ekki segja að landið sé ekki boðlegt því konurnar í bókunum vita lítið hvað tekur við hinum megin – vonandi betra líf. Mér finnst gaman að láta persónur mínar taka flugið – hvað heldurðu að margar konur hefðu ekki verið til í það? Karlarnir höfðu meira að verja, áttu meira undir sér, sátu á sínu. Ég nýt þess að koma konunum mínum til Reykjavíkur, yfir hafið og jafnvel til Parísar. Þú hefur skrifað þrjátíuogtvær skáldsögur, sú þrítugasta og þriðja kemur út nú í haust. Já, ég byrjaði að skrifa barnabækur afþví ég hafði þörf fyrir það og kannski voru þær framlenging á sögunum hennar mömmu – þær tendruðu logann. Ég hafði líka nóg af hugmyndum og átti börn á barnabókaaldri sem lásu handritin yfir. Ég var ánægð og sátt í barnabókaheiminum. En það urðu straumhvörf upp úr aldamótum þegar ég skrifaði bók sem heitir Engill í vesturbænum (2002) en hana ætlaði ég hvort tveggja börnum og fullorðnum. Þá var ég flutt til Reykjavíkur og þá var enn ekki aftur snúið. *** Ertu hugrökk? Stundum. Ertu ævintýragjörn, nýjungagjörn? Ég held ekki. Ertu kvöldsvæf, næturhrafn? Ég er kvöldsvæf og vakna snemma, mér finnst gott að fara snemma upp í rúm og lesa. Hvar annars staðar vildirðu búa? Sveit, staður, borg? Borg. Einhver sérstök? Kannski Berlín. Þýskaland togar alltaf í mig. Eða Kaupmannahöfn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.