Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 23
Þ r í r M á r a r
TMM 2017 · 3 23
réttlætið sjálft að sundurmölva sverðið?
Einn enn, einn enn. Ó, liggðu svona liðin,
þá skal ég deyða þig og dýrka síðan.
Einn enn – þann hinzta; aldrei var svo ljúffengt
svo fullt af eitri! – Ó, ég hlýt að gráta,
en grimmum tárum, það er guðleg sorg,
sem agar þann hún elskar. – Hún er vöknuð.3
Helgi:
Ó, það er sökin, það er sökin, sál mín,
sú sök skal ekki nefnd, þið hreinu stjörnur,
ef það er sökin. Þó skal ekkert blóð
streyma, né rispuð hennar bjarta húð,
hvítari en mjöll og mjúk sem alabastur.
Hún deyr samt, ella dregur fleiri á tálar.
Nú er að slökkva ljósið, síðan – ljósið!
ef ég slekk þig, þú litli bjarti logi,
þá get ég kveikt þitt glaða ljós að nýju,
skyldi mig iðra. En ef ég slekk þitt ljós,
þú náttúrunnar vænsta snilldar-verk,
hvar næði ég þeim neista Prómeþeifs,
sem tendrar þitt ljós aftur? Ef ég slít
þína rós, fær hún aldrei aftur líf;
hún visnar. Ó, þú ilmar enn á grein.
(Hann kyssir hana)
Angan svo fersk, að freistar réttvísinnar
að brjóta sverð sitt! Einn enn; vertu eins
meðan þú deyrð; þá mun ég bana þér
og elska síðan. Enn einn, nú þann hinzta.
Aldrei var ljúft svo banvænt. Já, ég græt;
en það er grimmur grátur, himnesk sorg,
sem slær það sem hún elskar. Ó, hún vaknar.4
Hallgrímur:
Já, þetta’er málið, þetta’er málið, sál mín –
sem ég mun ekki minnast á við ykkur,
skírlífu stjörnur. Þetta er þó málið.
Samt mun ei blóði hennar úthellt verða
né mun ég skaða mjallahvíta húð
sem slétt og mjúk er eins og minnisvarði. –
Samt skal hún deyja, annars fleiri svíkur.
Já. Slökkva ljósið. Og svo slökkva ljósið.
Slökkvi ég þig, þú litli logaþjónn,
þá get ég aftur kveikt þitt ljós á ný
snúist mér hugur, en ef slekk ég þitt,
þú náttúrunnar glæsta græskuverk,
ég veit ei hvar sá guðalogi finnst
sem endurtendrað gæti. Sé tínt þitt blóm