Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 33
Þ r í r M á r a r
TMM 2017 · 3 33
Helgi:
Ég vildi fremur
lifa sem padda á fanga-þróar fnyk
en vita af öðrum eiga nokkurn kima
í ástar minnar höll.
Það er trúlega enn erfiðara að ná kynferðisvísuninni hér en í frumtextanum.
Ekki óhugsandi þó, allavega ekki hjá Matthíasi. Við munum auðvitað aldrei
vita hversu nálægt yfirborðinu þessi vísun var fyrir áhorfendur í Globe eða
Blackfriars upp úr aldamótunum 1600.
Forvitnilegt dæmi um djarfa útleggingu hjá Hallgrími er að finna í fyrsta
atriði annars þáttar. Skip Jagós hefur tekið land á Kýpur með þær Desdemónu
og Emilíu innanborðs, flaggskipið sem Óþelló stýrir er rétt komið, og her-
foringinn á leiðinni. Þau stytta sér stundir með spjalli á léttu nótunum þar
sem stutt er í bláu tónana. Þessu spjalli lýkur með því að Desdemóna setur
Jagó fyrir að yrkja lof til hinnar fullkomnu konu. Eftir að hafa fylgt þeim
fyrirmælum í nokkrar hefðbundnar og hástemmdar línur er lokahnykkur
Jagós svohljóðandi:
She was a wight, if ever such wights were –
[…]
To suckle fools and chronicle small beer.
2.1.158–160
Ekki sérlega hnyttið, þykir okkur í dag. Var kannski aldrei, lesendur Shake-
speares skiptast mjög í tvö horn þegar kemur að því að leggja mat á fyndni
hans. Einn helsti styrkur Helga Hálfdanarsonar birtist að mínu viti í að auka
nothæfu gríni í texta af þessu tagi. Hans lausn er svona:
Hún er þess verðug einmitt framar öllum –
[…]
Að ala upp flón og hræra í grautar-döllum.
Matthías er á svipuðum slóðum:
hún ein er hæf af öllum kvennagrúa, –
[…]
Að ala fífl og skammta mat og búa.
Hjá Hallgrími verður þetta:
Já hún er best – já best af öllum fallin –
[…]
Að gefa bjánum brjóst og totta kallinn.
Nokkuð frjálslegt, svo ekki sé meira sagt. Eftirminnilegt augnablik í sýningu
Þjóðleikhússins síðasta vetur, og vakti að sjálfsögðu hlátur. Það verður líka að