Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 36
36 TMM 2017 · 3 Halldór Guðmundsson Lærdómar af trylltri öld – um fræðimanninn Timothy Snyder Sittu ekki hjá, eru kjörorð bandaríska sagnfræðingsins Timothy Snyder, lærðu af sögunni. Nánar tiltekið 20. öldinni, öld öfganna sem breskur starfs- bróðir hans Eric Hobsbawm kallaði svo, þessari skammlífu öld sem hófst með fyrri heimsstyrjöldinni 1914 og lauk með falli múrsins og ósigri kommún- ism ans 1989. Með fyrri heimsstyrjöldinni var endi bundinn á langt friðar- tímabil í Evrópu og nývakið lýðræðið beið fullkominn ósigur, uppgangur fasisma og nasisma fylgdi í kjölfarið. Með múrnum hrundi einræðiskerfi sem hafði reynst langlífara miklu en það þjóðskipulag sem fasisminn mótaði. En sú skoðun að þar með hefði lýðræðið á Vesturlöndum unnið endanlegan og óafturkræfan sigur, að við værum nánast komin að endimörkum sögunnar, hefur líka beðið skipbrot, eins og blasir æ betur við okkur þessi misserin. Að dómi Snyders – sem er einn af gestum Bókmenntahátíðar í Reykjavík í haust – er þeim mun mikilvægara fyrir okkur að draga lærdóma af sögu 20. aldar sem hættan á harðstjórn verður meiri. „Lýðræðið brást í Evrópu á þriðja, fjórða og fimmta áratugnum, og það er að bregðast núna, ekki aðeins í stórum hluta Evrópu heldur víða um heim. Sú saga og reynsla birtir okkur skuggahliðarnar á hugsanlegri framtíð okkar“, segir í nýrri bók hans, On Tyranny, Um harðstjórn (New York, 2017, bls. 114). Bókin hefur undirtitilinn „Tuttugu lærdómar af tuttugustu öldinni“ og fjallar í skýrum og stuttum köflum um það sem við getum gert til að koma í veg fyrir að lýðræðið bíði ósigur á ný. Snyder er andsnúinn öllu tali um óhjákvæmilega framvindu sögunnar, lýðræðissinnar á Vesturlöndum geta brugðist við hættum og við getum haft áhrif, hvert og eitt, því annars er niðurstaðan einföld: „Ef ekkert okkar er reiðubúið til að deyja fyrir frelsið, þá munum við öll láta lífið undir harðstjórn“ (bls. 115). Bókin Um harðstjórn er rösklega 120 blaðsíðna pólitísk ritgerð sem kom út í febrúar á þessu ári og það fer ekki framhjá lesandanum að sigur Trumps í forsetakosningunum bandarísku er kveikja hennar. Skömmu eftir kosningarnar skrifaði Snyder á Facebook-síðu sína: „Bandaríkjamenn eru B ó k m e n n t a h á t í ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.