Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 43
K l u k k a I n d ó n e s í u TMM 2017 · 3 43 nesíu allt frá síðari heimsstyrjöld í gegnum þessar persónusögur. Fyrstu kúnnar Ayu eru japanskir hermenn enda var landið hersetið af þeim um tíma. Síðan er farið í gegnum baráttuna við Hol- lendinga, sem reyndu án árangurs að ná eyjunum aftur á sitt vald eftir að sjálfstæði var lýst yfir árið 1945. Meint tilraun kommúnista til valdaráns árið 1965 er einnig á söguás bókarinnar sem og þau miskunnarlausu dráp hersins á yfir hálfri milljón kommúnista sem framin voru í kjölfarið. Þar virðist Kurniawan reyndar tefla fram nýrri söguskoðun, því að hann lætur kommúnistaleið- togann Kliwon sitja og bíða eftir dagblöðum meðan meint uppreisn á að hafa farið fram og lætur þar með að því liggja að herinn hafi sviðsett valdaránið. Suharto og Sukarno, sem tóku sér nánast alræðisvald í landinu á seinnihluta síðustu aldar, eru ekki nefndir á nafn í bókinni en maður finnur fyrir þeim og harkalegum aðgerðum þeirra í gegnum aðalkarlhetjur bókarinnar; Shodanco er t.d. talinn vera ígildi Suhartos í Halimunda. Bókin felur í sér uppgjör við þessa tíma og einnig að vissu marki við nýlendutímann. Hana mætti þar af leiðandi lesa undir formerkjum eftir- lendufræða sem eru samkvæmt skilgreiningu í Snöru „fræðigrein sem fæst við menningu og sjálfsmynd fólks í fyrrverandi nýlendum“. Hinir stóru við- burðir þjóðarinnar eru settir í persónulegt samhengi, áhrif þeirra á venjulegt fólk sýnd. Þar verður fegurðin ekki síður áhrifavaldur en hryllingurinn eins og undirstrikað er með nafni fjórðu dóttur Ayu og titli bókarinnar. Fegurðin er tvíeggjað sverð, hún gerir Dewi Ayu að ríkustu og eftirsóttustu konu Hali- munda, en rænir dætur hennar sjálfsákvörðunarrétti svo þær mega þola alls kyns hörmungar. Þess vegna vill Ayu ekki að neinn elski eða girnist hina ófríðu Fegurð. Segja má að þar sé komið umhugsunarvert ef ekki hálfdapur- legt viðbragð við ásælni purkunarlausra drottnara og hrotta, ef ekki við kynhvötinni sjálfri. Rímar við hugmyndir um það skaðræði sem augnaráð karlmannsins getur verið. Ég sagði áður að verkið væri læsilegt sem helgast m.a. af hinni áreynslu- lausu frásagnargleði höfundar og hæfileika hans til þess ná lesandanum á sitt vald. Kurniawan notar þá aðferð að segja fyrst frá niðurstöðu atburða- rásar og nýta síðan endurlit til þess að rekja atburðarásina. Þessu stílbragði er beitt strax með upprisu Ayu í byrjun bókarinnar; þar er í rauninni komið niðurlag hinnar miklu sögu sem rakin er í bókinni. Stílbragðið er svo endur- tekið innan einstakra kafla. Með þessu tekst höfundi oft að ljá frásögninni furðu sem vekur forvitni og skýrist síðar. Inn í blandar hann yfirnáttúru- legum fyrirbærum, s.s. því að Dewi Ayi rísi upp frá dauðum, að barn gufi skýringalaust upp úr maga dóttur hennar, að svín verði mennsk, að fólk verði andsetið og að stúlku sé nauðgað af hundi. Yfirbragð skáldsögunnar er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.