Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 6
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 6 TMM 2017 · 3 húsinu og syngur. Ég held ég hafi vaknað uppi á lofti – við sváfum á loftinu – mamma hafi vafið sænginni utan um mig, tekið mig niður og lagt á bekk- inn. Ég horfi á panelinn í loftinu og á snjóinn út um gluggann. Allt er hvítt. Vá, fallegt … Varstu snemma læs? Lastu mikið – hver var uppáhaldsbókin? Ég var læs þegar ég kom í skóla, pabbi kenndi mér, við sátum saman og héldum heimaskóla. Ég var alæta á bækur, las allt sem ég náði mér í og fór snemma að lesa fullorðinsbækur. Ég hafði oft á tilfinningunni að verið væri að kenna mér í barnabókunum, að ég ætti að vera svona og svona, það fór ægilega í taugarnar á mér – fullorðinsbækurnar kenndu ekki eða prédikuðu. Ég get ekki gert upp á milli bókanna sem ég las – lesefnið var allt frá Alfinni álfakóngi og Dísu ljósálfi til Jóns Trausta sem ég las allan ellefu ára. Og ég man hvað var spennandi þegar Guðrún frá Lundi var að koma út, bækur hennar gengu á milli húsa. Ég las líka snemma Halldór Laxness og reiddist: hann fékk að nota þá stafsetningu sem hann vildi á meðan ég þurfti að læra reglur í skólanum! Ég skildi ekki grínið í Atómstöðinni fyrr en löngu seinna, þarna bara tíu eða ellefu ára: hvað voru mennirnir að spila á saltfisk? Heilt sumar lá ég rúmföst og ekki vitað hvað gekk að mér, þá las ég ókjör og reifst við Halldór Laxness í rúminu. Mamma mín var einstök kona, las mikið og við ræddum bækur. Hún ráð- lagði mér í lestrinum. Ég vona að krökkum sé ráðlagt og bækur ræddar við þá – kannski gera bókasafnskennararnir það – það gerir mig svo ríka að hafa átt mömmu sem var ekki bara besta sagnakona sem ég hef kynnst – hún sagði okkur sögur daginn langan – heldur var hún líka svo víðlesin. Sóttir þú bókasafnið á Seyðisfirði? Manstu eftir bókaverðinum? Geturðu lýst honum? Já, ég sótti bókasafnið og man eftir gráhærðum karli sem afgreiddi okkur. Þegar hann hætti tók pabbi við safninu um tíma og stelpan fylgdi með og las á vöktunum hans. Seinna var skólabróðir minn bókavörður. Þá var oft kátt á hjalla. Manstu eftir fyrstu bíómyndinni sem þú sást? Nei, eiginlega ekki. Bíóhúsið var í gömlu pakkhúsi og hét Gamla bíó. Þar voru aðallega sýndar fullorðinsmyndir á kvöldin og stöku sinnum barna- myndir, engin þrjúbíó. Ég varð svo hissa þegar ég kom átta ára gömul til Reykjavíkur og kynntist þrjúbíóunum. Heima voru fræðslumyndir sýndar í skólanum svona þrisvar á vetri – oft hundleiðinlegar myndir um náttúru Íslands og sjávarútveg en eina skrípó fengum við í kaupbæti. Þá fóru bekk- irnir saman á sal. Þarna sátum við stillt þangað til við fórum að hrinda hvert öðru úr bekkjunum sem voru lausir og allt fór í bendu, kennarinn reiddist og hótaði að sleppa skrípó. Þá urðum við stillt og góð og létum okkur hafa þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.