Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 105
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 3 105 kunni ekki gott að meta og hafði ómót- stæðilega þörf fyrir að setja út á eða rífa niður það sem móðir hennar hafði fram að færa. Áreiðanlega bjó að baki fjar- stæðukennd hugmynd Regínu, fluga sem hún hafði fengið í höfuðið sem barn, að móðir hennar ætti að einhverju leyti sök á dauða eiginmanns síns. (27–28) Hér birtist á snarpan hátt hvernig Álf- rún vinnur með ólíkar persónur, ólíkar þarfir, minningar og úrvinnslu á tráma. Arndís er orðfá og sér ekki ástæðu til að ræða hlutina frekar en fólk af hennar kynslóð. Regína er hinsvegar viðkvæm og það áfall að missa föðurinn hefur aldrei gróið – enda kemur í ljós undir lok sögunnar að viðskilnaðurinn var vægast sagt dramatískur. Dóttirin man aðeins gagnrýni móðurinnar meðan móðirin man aðeins það að hún hefur alltaf stutt við bakið á dótturinni. Báðar hafa gleymt því sem hin man, móðirin er uppteknari af því góða sem hún hefur gert og gleymir, eða kýs að gleyma, þeim átökum sem krefjandi uppeldi felur í sér með tilheyrandi aga. Dóttirin gleymir hinsvegar alfarið því sem henni finnst sjálfsagt, að móðir hennar hefur alltaf verið til staðar fyrir hana og gert það sem hún getur fyrir hana. Þannig tala þær gersamlega í kross, sérstaklega því Arndís sér ekki ástæðu til að ræða málin og er blind á þörf Regínu fyrir hughreystingu. Á sama hátt eru ‚svikin‘ aldrei rædd, fyrir Arndísi er það eitt- hvað sem ekki er hægt að útskýra né afsaka, meðan lesandi getur ekki annað en snúist á sveif með Regínu þegar hún lýsir ástæðum blekkingarleiksins sem hún setur á svið fyrir móður sína. Þannig blandast saman erfið sam- skipti, erfiðar minningar og gleymska. Gleymskan getur líka verið meðvituð, ákvörðun um þögn, en þetta atriði ræðir Gunnþórunn einmitt í bók sinni. Gleymska er ekki bara eitthvað eitt, heldur margþætt, allt frá því að vera bæling sálgreiningarinnar yfir í að vera samfélagsleg þöggun. Í ljósi titilsins mætti hugsa sér að bæði minningar og gleymska séu ákveðnar fórnir sem þarf að færa til að hægt sé að halda áfram, minningar Regínu um föður sinn halda henni fanginni, meðan Arndís nær að halda áfram með líf sitt þrátt fyrir áfall- ið. Þó er ekki úr vegi að velta fyrir sér afstöðu Arndísar, sem er afar föst fyrir, en undir lokin kemur fram að hún klippti harkalega á samskipti við bræður sína eftir að þeir höfðu svikið hana um skartgripi sem hún átti að erfa eftir móður sína. Í báðum tilfellum sést hvernig Arndís er ófær um að gefa nokkuð eftir og þarna kemur fram tvö- feldni gleymskunnar: bræðurnir eru aldrei nefndir og ‚gleymast‘ því, en jafn- framt gleymast þeir aldrei, einmitt vegna þess að Arndís heldur í minning- una um svikin. Sviðsetningar Líkt og í Siglingunni um síkin fléttar Álfrún samfélagsleg mál og sögu inn í Fórnarleikana, en sagan gerist yfir langt tímabil. Þessi mál eru þó aldrei rædd, en koma bara við sögu sem óljós sviðs- mynd. Seinni heimsstyrjöld og ástandið dúkkar óvænt upp þegar Guðgeir heim- sækir móður sína til að kveðja hana, en hún hefur áhyggjur af þjónustustúlkum sínum. Þegar sonurinn telur ólíklegt að þær séu „þannig konur“, svarar Sólborg því til að það þurfi „engar „þannig konur“ til að lenda í þessu svokallaða ástandi. Það geti hent hverja sem er og á hvaða aldri sem er“ (180). Guðgeir er agndofa „yfir skyndilegu umburðar- lyndi hennar“ (180). Enn á ný birtast átökin í samskiptum, en Sólborg hefur alla tíð verið ströng móðir og bannar reyndar syni sínum að kalla sig ‚mömmu‘, krefst þess að hann noti nafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.