Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2017, Blaðsíða 106
U m s a g n i r u m b æ k u r 106 TMM 2017 · 3 hennar. Hann er því gersamlega undr- andi að komast að því að hún er ekki eins ósveigjanleg og hann hafði alltaf haldið. Bakgrunnur sögu Regínu er útland þar sem ríkja ströng siðferðisviðmið og þeim sem þekkja verk Álfrúnar verður fyrst fyrir að hugsa um Spán á tímum einræðisherrans Franco sem stjórnaði meðal annars í krafti kirkjunnar banni við sambúð í synd. Regína kynnist Rík- harði og er orðin ástfangin af honum áður en hún uppgötvar að hann er gift- ur. Hann lofar að skiljast við konu sína en það er hægara sagt en gert og enn kemur samskiptaleysið og þekkingar- leysið til sögunnar, því hún skilur ekki ástæður hans – eða vill ekki skilja þær. Því fer svo að hún yfirgefur hann með son þeirra og fer aftur í móðurhús. Hún hefur því verið ‚svikin‘ af tveimur mönnum, enda gerist hún drykkfelld mjög og við það elst Magni upp, að þurfa að fást við drukkna móður sína sem er greinilega einnig veil á geði. Magni segir: Ég lifði í þeirri trú að móðir mín gerði eins og annað ráðleysisfólk, hallaði sér að flöskunni til að sprengja af sér bönd sem héldu henni niðri. Það losnaði um eitt- hvað sem fékk útrás. Eftir það gat hreins- unarstarf hafist. Þetta var vítahringur. Enginn getur búið við það til lengdar að endalaust sé verið að rífa niður og byggja upp. Flaskan var í sjálfu sér ekki söku- dólgurinn, hún var aðeins birtingarmynd ólgu og kvíða. Þetta vissi Sólborg. Eina leiðin, í hennar huga, til að forðast allt slíkt var að standa við stýrishjólið og stjórna. Það var ekki að ástæðulausu að Sólborg setti skylduna ofar öllu, þrúgandi og lamandi skyldu sem krafðist alls en gaf lítið á móti. Meira að segja Arndís var ekki laus við þá trú: skylduna við sjálfa sig og aðra sem stóðu henni nær eða fjær. Samt gaf hún sig aldrei meira að öðrum en henni fannst við hæfi. (117) Þarna teiknast upp mynd af ólíkum leiðum til að takast á við lífið, eldri kon- urnar tvær leggja sig fram um að stjórna og taka skyldur sínar (og annarra) alvar- lega, meðan karlmennirnir og Regína hafa meiri tilhneigingu til að láta sig reka áfram eftir stefnum og straumum. Það kemur Magna svo mjög mikið á óvart að uppgötva seinna meir að móðir hans var virtur þýðandi og þannig bygg- ist áfram upp mynd af því hvernig minningar – og gleymska – afbaka lífið og skapa sinn eigin skáldskap. Þessi vítahringur erfiðra samskipta er rofinn með sambandi Magna og Bettýj- ar, en lýsingin á þeirra hjónabandi er mjög góð, þrátt fyrir að samskiptin séu stundum upp og ofan, ekki síst vegna átakafælni Magna. Ýmislegt úr fyrri samböndum og samskiptum gengur aftur, en þó á þann hátt að allt gengur upp og því má hugsa sér að fórnir fyrri kynslóða hafi borið árangur. Segja má að þessi sátt eigi sér eins- konar upphaf með óvæntu ferðalagi Regínu – sem heldur áfram að vera hvatvís allt fram á elliár – en sú ferð er einn af meginþráðum verksins. Hún ákveður að aka út á land, án markmiðs eða mikils undirbúnings og eftir nokkra hrakninga og miklar upprifjanir, endar hún á heimaslóðum móður sinnar og hittir bróður hennar og mágkonu sem Arndís hafði slitið öll samskipti við. Magni kemur svo að sækja hana og kynnist ættingjum sínum og fer vel á með þeim. Annar meginþráður er heim- sókn Arndísar til Regínu, sem endar með ósköpum, en þar rifjar Arndís einnig upp samband sitt við Guðgeir. Saga Arndísar endar líka með einskonar sátt, en á dauðastundinni rifjast upp fyrir henni ástin til eiginmannsins. Þriðja sagan er svo saga Guðgeirs, frá æsku til þess að hann kveður dóttur sína áður en hann fyrirfer sér. Sú saga felur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.