Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 107
Bókmenntir tuttugustu öldinni og hún gægist víða upp á yfirborð sögunnar; flóttinn knýr Thomas til að velta fyrir sér hlutskipti sínu, afstöðu sinni til annarra, til hug- myndafræði og til föðurlandsins: Hann var kominn á þá skoðun að flóttinn væri einkennandi fyrir manninn. Allir menn væru flóttamenn innst inni. Á flótta undan sjálfum sér eða öðrum, ábyrgð, minn- ingum, leiða, sorg, dauða ... Að flóttinn væri í grunneðli mannsins, á víxl tilgangur mannsins og tilgangsleysi. Fólk flúði í áfengi og eiturlyf, í trúarbrögð og stjórnmála- flokka, í bækur og myndir, í hatur og fórnir og fann milljón aðrar flóttaleiðir. (252) Þetta er ein af niðurstöðum Thomasar á flóttanum. Flóttinn verður honum mynd af tilvist allra manna, ekki aðeins persónulegt hlutskipti hans. Hann gerir sér líka grein fyrir því að flótti hans sjálfs hefst löngu áður en Bretar her- nema ísland. í farteskinu hefur hann minningar um gyðingastúlkuna Maríu, ástkonu sem hann hefur fórnað fyrir hugmyndafræði nasismans, og ekki síður um Kristalsnóttina sem Thomas tók sjálfur virkan þátt í. Sú innsýn sem hann fær í sjálfan sig sem ofbeldismann og ef til vill morðingja þar vitjar hans á flóttanum um Island. En þegar öll kurl koma til grafar er það ekki þessi almenna túlkun á flóttan- um, tilvistarlegum og sálfræðilegum orsökum hans eða skýringum, sem situr eftir hjá lesandanum. Angist Thomasar á flóttanum er vissulega sterk og henni er vel lýst í sögunni en þó hallast ég að því að þessi saga fjalli miklu fremur um tengsl á milli einstaklinga heldur en tómið innra með þeim. Sem flóttamaður er Thomas algerlega upp á aðra kominn. Ástæður þess að fólk hjálpar honum eru margvíslegar; ráðskonan Sóley gerir það af fölskva- lausri móðurást, sumir af vorkunn, aðrir vegna samúðar með málstað þriðja ríkisins, enn aðrir til að launa fyrir greiða eða jafnvel af hreinni græðgi. Þegar hann loks er svikinn er ástæðan sú að viðkomandi þarf að bjarga eigin skinni. Fólkið sem Thomas kynnist á flóttanum er hvert um sig vel mótaðar persónur og samskipti hans við það gefa sögunni breidd og dýpt. Það er ekki síst lýsingin á Stefáni, ungum strák sem er sendur með Thomasi til dvalar í sumarbústað fjölskyldu sinnar í Súgandafirði og samvistum þeirra þar, sem er eftirminnileg. I einangruðum firðinum eru þeir að mestu áhyggju- lausir og með þeim tekst góð vinátta þar sem Thomas verður eins og eldri bróðir Stefáns. Lýsingin á vináttu þeirra tveggja á stóran þátt í því að lesandinn fær samúð með Thomasi. I samvistunum við Stefán birtist hann sem býsna venjulegur strákur og viðkunnanlegur náungi. Svikull sögumaður? Saga Thomasar á flóttanum er öll sögð í þriðju persónu af sögumanni sem sér víðar en í hugskot Thomasar og er vitni að atburðum sem gerast víðs- fjarri honum á flóttanum, meðal annars lýsir hann breska hernámsliðinu og yfirmönnum þess þannig að þeir verða ógeðfelldir hrottar, menn sem stríðið TMM 2005 • 3 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.