Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 109
Bókmenntir við himin eins og kross á húsinu, veit að hún á sorgir sem stundum bera hana ofurliði. Sýnin brennir sig inn í vitund yngstu heimasætunnar, Karitasar, sem hefur teiknihæfileika og dregur upp myndina undir fyrirsögninni: „Karitas án titils, 1915 Blýantsteikning“. Þessi áhrifaríka mynd er forboði þess sem koma skal og gefur tóninn fyrir frásögn sem ber öll aðalsmerki höfundar síns. Karitas án titils er fjörlega skrifuð saga, full af ógleymanlegum persónum og miklum örlög- um; saga sem lýsir lífsbaráttu íslenskrar alþýðufjölskyldu á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar af fáséðri ástríðu og frásagnargleði. I bakgrunni frásagnarinnar eru stórviðburðir heima og erlendis, í forgrunni er hlutskipti íslenskrar listakonu á tíma sem kunni ekki að tengja saman konur og listsköpun. í greinarkorni sem Kristín Marja Baldursdóttir skrifar á bókmenntavef Borgarbókasafnsins veltir hún því fyrir sér „hvort auknar vinsældir ævisagna hin síðari ár megi rekja til skorts á stórrómönum."1 Það má til sanns vegar færa að meðal íslenskra nútímabókmennta eru ekki margar skáldsögur sem gætu fallið undir skilgreininguna „stórróman“, það er að segja skáldsögur sem spanna hundruð blaðsíðna og geyma miklar örlagasögur margra persóna, jafnvel margra kynslóða. Slíkar skáldsögur voru aðall bókmennta á 19. öld og í upphafi hinnar 20.: Dickens og Dostojevskíj, Balzac og Bronté, Selma Lager- löf og Jón Trausti og svo mætti lengi telja. Þetta var lesefni fyrir þá sem lásu af ástríðu og gátu legið yfir bók svangir og kaldir þar til yfir lauk, eins og Kristín Marja kemst að orði. Kannski er hún að reyna að endurvekja þessa hefð með þessari skáldsögu sinni. Bókin er 447 blaðsíður og sagan um Karitas, móður hennar, systur og bræður, er vissulega þeirrar tegundar sem maður liggur yfir og gleypir í sig; þetta er bók fyrir þá sem geta af sannri lestrarástríðu lifað sig inn í örlög skáldaðra persóna og glaðst og grátið með þeim líkt og þær væru nákomnir ættingjar. Er ég þá að halda því fram að Karitas án titils sé nítjándu aldar stórróman? Auðvitað ekki. Þótt hægt sé að tengja hana við þetta blómaskeið stóru skáld- sögunnar þá er bæði efnið og aðferðin sprottin upp úr okkar tíma enda aldrei hægt að endurvekja gamlar hefðir, þótt góðar séu, án þess að samtíminn setji sitt mark á þær. En Kristín Marja nýtir sér hið besta úr hefð hinna stóru róm- ana um leið og skáldsagan sver sig í ætt við hennar fyrri verk með frásagnarstíl sínum og ekki síst hinum litríka kvennafans sem lifnar á síðum hennar. Karítas án titils skiptist í þrjá hluta. Sá fyrsti segir frá ekkjunni og sex barna móðurinni Steinunni Ólafsdóttur sem árið 1915 tekur sig upp af búi sínu á Vestfjörðum og flytur alla fjölskylduna norður á Akureyri til að koma börnum sínum til mennta. Með fátt annað í farteskinu en óbilandi hugrekki siglir hún með börnin - Ólaf, Pál, Halldóru, Bjarghildi, Karitas og Pétur - suðurleiðina, hringinn í kringum landið, því hafísinn lokar norðurleiðinni. Með ötulli hjálp barna sinna tekst fátækri ekkjunni ætlunarverkið, en allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo fjölskyldan eigi í sig og á og vinna börnin erfiðisvinnu ekki síð- ur en hinir fullorðnu. Aðallífsbjörg fjölskyldunnar er prjónavél húsfreyjunnar en elstu synirnir taka hvaða karlmannsvinnu sem býðst og eldri dæturnar ráða sig í vist hjá heldra fólki bæjarins. Allir sem vettlingi geta valdið vinna TMM 2005 ■ 3 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.