Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 124
Tónlist er ekkert að finna sem bendir til þess að tónlist hafi verið iðkuð þar. Reyndar eru ekki miklar vísbendingar, ekki einu sinni í sjálfu Þjóðminjasafninu, um að tónlist hafi verið flutt á íslandi yfirleitt. í kapellunni í Þjóðminjasafninu, þar sem eru munir úr kaþólskri tíð á íslandi, má heyra óminn af Þorlákstíðum sem Voces Thules gáfu út á geisladiski fyrir nokkrum árum, og í baðstofunni heyrist lágvær rímnasöngur, auk þess sem leikið er á langspil. Einnig eru til sýnis þau tvö hljóðfæri sem helst voru brúkuð í gegnum aldirnar, íslensk fiðla og langspil, eitt eintak af hvoru. Það er allt og sumt. Samt eru til heimildir um tónlistariðkun á íslandi fyrr á tímum, sérstaklega trúarlega, og eru elstu heimildir skinnblöð frá elleftu öld. Segja má að þessi tónlistararfur íslendinga sé í stöðugri endurvinnslu; í Skálholti er talsvert flutt af verkum samtímatónskálda sem hafa verið beðin um að semja tónlist er byggir á stefjum í fornu handritunum og er það eitt höfuðeinkenni hinna árlegu sumartónleika þar. í Reykholti fer ekki mikið fyrir þessu. Að vísu hefur verið stefnt að því síð- an árið 2000 að flytja árlega eitt íslenskt tónverk við texta eftir frægasta íbúa Reykholts fyrr og síðar, Snorra Sturluson, að öðru leyti hefur tónlistin þar verið býsna kunnugleg. Þess má geta að forföll ollu því að frumflutningnum í ár á verki eftir Þórð Magnússon var aflýst. Músíkin eftir Clöru og Róbert Schumann var hinsvegar á sínum stað, einnig Wagner, Finzi, Puccini, Haydn, Beethoven, Ravel, Schubert, Barkauskas og Chausson. Og það er ekki beint tónlist sem maður tengir við Reykholt. Hvað er Reykholt? En hvað tengir maður við Reykholt? Þegar fyrrnefndur Ástþór Magnússon velti hlutverki staðarins fyrir sér um árið var tilefnið að séra Geir Waage var mót- fallinn þeirri hugmynd hans að gera Reykholt að alþjóðlegu friðarsetri og skóla. Ástþór reiddist og beindi spjótum sínum að sýningunni um Snorra og samtíð hans eins og áður gat. Samkvæmt honum er Reykholt fyrst og fremst kirkja og það sem þar fer fram ætti því aðallega að tengjast starfi Þjóðkirkjunnar. Reykholt er þó ekki bara kirkja, eins og öllum er ljóst sem heimsækja staðinn. Þar er einnig Snorrastofa sem er fræðasetur, ætlað til rannsókna á miðaldafræðum og ævi og störfum Snorra Sturlusonar. Snorri bjó í Reykholti og ritaði Heimskringlu, Snorra-Eddu og að öllum líkindum Egilssögu og eru textar úr þessum bókum mikilvægir í nýju verkunum á tónlistarhátíðinni; sérstaklega Snorra-Edda sem hefur orðið tónskáldunum verulegur innblástur. Tónlist Hildigunnar Rúnarsdóttur, sem frumflutt var í fyrra, er t.d. eingöngu samin við texta úr Háttatali. Þar sem Snorra-Edda er helsta heimildin um heimsmynd norrænnar goða- fræði hlýtur hún að gera Reykholt að einum merkasta sögustað landsins. Snorra-Edda er hluti af menningararfi okkar; hún er eitt af táknum þess að við séum söguþjóð. Það getur því ekki talist annað en eðlilegt að heiðnin, og það sem henni tengist, sé á einhvern hátt til sýnis í Reykholti. 122 TMM 2005 • 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.