Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 6

Skessuhorn - 18.12.2019, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20196 Stofnunum fækk- að um eina LANDIÐ: Stofnunum á sviði skatta og tolla fækkar um eina um áramót, en Alþingi sam- þykkti í síðustu viku lög sem greiða fyrir sameiningu emb- ætta ríkisskattstjóra og toll- stjóra. Sameinuð stofnun mun heita „Skatturinn“ og verða leiðandi upplýsingastofnun á sviði skatta- og tollamála. Stofn- unum á sviði skatta og tolla hef- ur fækkað talsvert undanfar- inn áratug. Árið 2009 voru þær þrettán talsins, en verða nú um áramótin þrjár. Um 470 manns munu starfa í hinni nýju stofn- un, undir forystu núverandi rík- isskattstjóra, Snorra Olsen. -mm Framlög til tón- listarnáms LANDIÐ: Samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra hefur sam- þykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna nem- enda sem þurfa að sækja tón- listarskóla utan síns sveitarfé- lags fyrir skólaárið 2019-2020, á grundvelli 7. gr. reglna frá 31. ágúst 2016. Framlagið bygg- ist á samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tón- listarnáms og jöfnun á aðstöðu- mun nemenda til tónlistarnáms. Framlag á hvern nemenda fyrir skólaárið 2019-2020 er 472.855 kr. og samþykktar voru um- sóknir fyrir 13 nemendur. Einn umsækjandi af Vesturlandi hlýtur styrk og er sá búsettur í Dalabyggð. Heildarupphæð framlaga er um 6,2 m.kr. sem greiðist í jöfnum greiðslum á 12 mánuðum. Við greiðslu fram- lagsins fyrir nóvember fer jafn- framt fram greiðsla vegna fram- laga fyrir september og október. -mm Ekið of hratt VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi var við eftirlit á ómerkta myndavélabílnum í vikunni sem leið. Milli kl. 8:00 og 9:00 á fimmtudagsmorgun var lögregla við hraðamæling- ar á Innnesvegi við Akranes- höll, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Umferð var mikil á svæðinu, en alls voru 179 öku- tæki hraðamæld þessa klukku- stund og sex kærðir fyrir of hraðan akstur. Á mánudag var lögreglu tilkynnt að hraða- takmarkanaskilti á Innnesvegi hefði verið ekið niður. Ekki er vitað hver á sök á því, að sögn lögreglu. Ökumaður var í vik- unni stöðvaður á 80 km/klst. á Borgarfjarðarbraut í Borg- arfirði, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Var honum gert að greiða peningasekt að fjár- hæð 50 þúsund krónur fyrir brotið. -kgk Of hratt og ótryggður BORGARNES: Ökumaður var stöðvaður á Borgarbraut í Borgarnesi á sunnudag. Ók hann á 72 km/klst., þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Reyndist hann enn frem- ur vera á ótryggðum bíl. Var hann sektaður um 30 þúsund krónur fyrir of hraðan akstur, auk þess sem hann á yfir höfði sér sekt fyrir að vanrækja vá- tryggingarskyldu ökutækisins. -kgk Út af Útnesvegi SNÆFELLSB: Útafakstur varð á Útnesvegi um hálf þrjú leytið á sunnudag. Mikil ís- ing var á veginum og flughált þegar slysið varð. Ökumað- ur kvaðst hafa farið mjög var- lega en misst stjórn á bílnum þegar sviptivindur skall á hon- um. Tveir voru í bílnum og kenndi farþegi sér eymsla eft- ir slysið. Var hann fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina í Ólafsvík til aðhlynningar hjá lækni. Bíllinn er óökuhæfur eftir slysið. -kgk Braut spegil og rúður HOLTAVÖRÐUH: Öku- maður mætti vöruflutn- ingabifreið með tengivagn við Miklagil á Holtavörðu- heiði á mánudag. Þegar bíl- arnir mættust lenti eitthvað á vagninum á bifreið mannsins, braut af honum hliðarspegil og braut auk þess tvær hliðar- rúður. Ökumaðurinn og dótt- ir hans, sem sat í aftursætinu, fengu bæði yfir sig glerbrot og hlutu minniháttar skurði í andliti. Talið er að kapall eða strekkjari af vagni hafi hang- ið út af og valdið óhappinu. Ökumaður vörubifreiðarinnar virðist ekki hafa orðið óhapps- ins var og hélt för sinni áfram. Ökumaður fólksbifreiðarinn- ar sá ekki skráningarnúmer vörubifreiðarinnar eða hverr- ar tegundar hún var. -kgk Aftakaveður gekk yfir landið á þriðjudag og miðvikudag í síð- ustu viku. Víða um land varð mik- ið eignatjón og björgunarsveitir sinntu meira en sex hundruð út- köllum um landið allt á þriðjudags- kvöld og aðfararnótt miðvikudags. Veðrið byrjaði að versna um vestanvert landið síðdegis á þriðju- dag og fór versnandi með kvöld- inu. Skólahald raskaðist víða vegna veðurs, verslunum var lokað fyrr sem og allmörgum vinnustöðum og voru viðbragðsaðilar í starthol- unum áður en veðrið skall á. Færð á vegum spilltist mjög víða. Lokað var um Kjalarnes, Hafnar- fjall, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Holtavörðuheiði og ófært var frá Borgarnesi í Norðurárdal og á sunnanverðu Snæfellsnesi, svo fá- ein dæmi séu nefnd. Veðrið tók síðan að ganga nið- ur aðfararnótt miðvikudags og á miðvikudagsmorgun. Leiðirnar um Kjalarnes og Hafnarfjall voru opnaðar að nýju sem og leiðin um norðanverðan Borgarfjörð. Bratta- brekka og Holtavörðuheiði voru þó lokaðar lengur og Fróðárheiði var sömuleiðis lengur ófær. Smávægilegt tjón Að sögn Ásmundar Kr. Ásmunds- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Vesturlandi, virðist óveðrið ekki hafa haft mik- il áhrif í landshlutanum. „Við virð- umst hafa sloppið einna best hér í þessum landshluta,“ segir Ásmund- ur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn í samtali við Skessu- horn. „Merkilegast fannst mér eft- ir nóttina að einhver náði að keyra of hratt og láta hraðamyndavél á þjóðveginum taka af sér mynd, í vitlausu veðri,“ segir hann. Ásmundur segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um lausar þak- plötur og flasningar á húsi á Akra- nesi á miðvikudagsmorgun. Þá hafi fokið upp hurð í húsnæði Öldunn- ar og Rafta í Borgarnesi. Fyrst var talið að um innbrot væri að ræða, en þegar lögregla athugaði mál- ið kom í ljós að hurðin hafði fok- ið upp. Þakplötur tóku að fjúka á húsi við Hafnarbraut á Akranesi. Haft var samband við björgunar- sveit sem kom og negldi plöturn- ar niður. Þá var tilkynnt um stórar lausar þakplötur í Álfalundi á Akra- nesi sem fólk hafði áhyggjur af að fykju á næstu hús. Verktaki kom á staðinn og fergdi plöturnar. Einn- ig barst lögreglu tilkynning um að slárnar sem notaðar eru til að loka Bröttubrekku væru farnar af vegin- um. Ekki er vitað hvers vegna, en líklegast er talið að þær hafi ein- faldlega fokið, að sögn lögreglu. Rafmangslaust í Dölum og Reykhólahreppi Þó ekki hafi orðið mikið eigna- tjón hlutust þó nokkur óþægindi af óveðrinu sums staðar í landshlut- anum. Rafmagnslaust var í Döl- um frá þriðjudagskvöldi vegna bil- unar í byggðalínu og fram á mið- vikudagskvöld, þegar varaleið um Skógarströnd var tengd. Einnig varð rafmagnslaust í öllum Reyk- hólahreppi um tíma á þriðjudag. Rafmagn komst fljótlega aftur á Reykhóla og Reykhólasveitina í gegnum vararafstöð á Reykhólum. Lengur var rafmagnslaust í Geira- dal og Gilsfirði og eins í Gufudals- sveit, eða frá á þriðjudegi og fram á fimmtudagsmorgun að sögn Guð- mundar Ólafssonar á Grund, að- stoðarflokksstjóra hjá Orkubúi Vestfjarða. Þá hafði óveðrið einnig áhrif á heitavatnsneysluna í Borgarnesi og Akranesi. Bilun kom upp í Deild- artunguæð á þriðjudagskvöld og lág birgðastaða var í heitavatns- tönkunum á Akranesi og Grjóteyri í Borgarnesi. Þurfti að lækka þrýst- inginn á dreifikerfinu vegna þessa. Rafmagnstruflanir hjá Landsneti gerðu það síðan að verkum að ekki var hægt að dæla í tankana af full- um krafti á miðvikudag. Sundlaug- um í Borgarnesi og Akranesi var lokað og íbúar beðnir að fara spar- lega með heita vatnið á fimmtu- daginn. kgk Vestlendingar sluppu einna best frá óveðrinu Lítið tjón en einhver óþægindi af völdum veðursins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.