Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Page 20

Skessuhorn - 18.12.2019, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201920 Eldum rétt er núna á Akranesi, Borgarnesi og Kjalarnesi. Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn á meintum flutn- ingi fjögurra lambhrúta frá Vest- fjörðum til Norðurlands eystra. Óheimilt er að flytja sauðfé yfir varnarlínur nema í sérstökum und- antekningartilfellum að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Meintur flutning- ur uppgötvaðist við eftirlit og hef- ur flutningsbann verið sett á hrút- ana,“ segir í tilkynningu frá Mat- vælastofnun. Árið 2016 sótti viðtakandi hrút- anna um leyfi til Matvælastofnun- ar um kaup á fimm lambhrútum úr Vestfjarðahólfi vestra. Þeirri um- sókn var hafnað. „Tilgangur dýra- sjúkdómalaga er m.a. að hindra út- breiðslu dýrasjúkdóma og vinna að útrýmingu þeirra. Samkvæmt þeim lögum ákveður ráðherra, að fengn- um tillögum Matvælastofnun- ar, hvaða varnarlínum skuli haldið við. Varnarlínur eru ákveðnar til að verja eftir föngum bústofn bænda fyrir dýrasjúkdómum.“ mm Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum fimmtu- daginn 12. desember síðastliðinn að ganga að tilboði Mílu í ljósleið- arakerfi sveitarfélagsins. Tvö tilboð bárust þegar auglýst var eftir þeim, eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni. Annars vegar tilboð Mílu sem hljóðar upp á 83,7 millj- ónir króna og hins vegar tilboð frá Gagnaveitu Reykjavíkur upp á rúmar 49,2 milljónir. Nokkur umræða hefur verið um málið í Hvalfjarðarsveit undanfar- ið, eins og áður hefur verið greint frá. Salan á ljósleiðarakerfi sveitar- félagsins til Mílu var samþykkt með fimm atkvæðum en fulltrúar Íbúal- istans voru á móti. Sveitarstjóra var falið að ganga frá samningi við fyr- irækið. kgk „Þessi eldri hryssa, Þrúður frá Brautarholti, er týnd. Hennar er sárt saknað,“ segir í tilkynningu. Hryssan var í landi Sólheimatungu í Borgarfirði og sást síðast í byrj- un mánaðarins. „Búið er að ganga landið og skoða í skurði en ekki sést tangur né tetur af henni. Ef einhver hefur séð hryssuna eða orðið var við hana í sínum hrossahópum, endi- lega hafið samband Völku í síma 616-1020 eða Guðna s. 664-8110.“ mm Gagnaumferð um ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur var rúm- um fjórðungi meiri en venjulega í óveðrinu þriðjudagskvöldið 10. desember. Náði umferðin hámarki kl. 21:25. Þá var straumur gagna um ljósleiðarann 26,1% meiri en á sama tíma en tæpri viku fyrr, mið- vikudagskvöldið 3. desember og hefur aldrei verið meiri. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá veitum. „Ljósleiðarinn nær til um 100.000 heimila og á umferðartölum um netið í gær sést að fólk var fyrr komið heim og byrjað að nýta net- tengingu heimilisins fyrir símana sína, sjónvarpið eða tölvuna. Fólk virðist hafa sótt sér fréttir af fram- vindu mála í gríð og erg strax eft- ir að heim var komið því um þrjú- leytið var umferðin eins og gjarna sést undir kvöldmat á virkum dög- um. Þetta hélt áfram og náði gagn- aumferðin hámarki rétt fyrir klukk- an hálftíu,“ segir í tilkynningunni. kgk/ Ljósm. úr safni/ glh. Lýst eftir hryssu Flutningi lambhrúta yfir varnarlínu vísað til lögreglu Margir á netinu í óveðrinu Ljósleiðarinn seldur Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.