Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Side 32

Skessuhorn - 18.12.2019, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201932 Eigendur GRun verðlaunaðir Frá því útgáfa Skessuhorns hófst fyrir um 22 árum hefur blað- ið gengist fyrir vali á Vestlendingi ársins í upphafi árs. Vest- lendingar ársins 2018 voru eigendur fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Fyrirtækið stóð fyrir uppbyggingu á fullkomnustu fiskvinnslu landsins í sínum heimabæ og var húsið tekið í notkun á árinu. Í þessu verkefni lagði fjölskyldan allt í sölurnar til að tryggja að öflugur sjávar- útvegur yrði áfram í Grundarfirði. Eigendur G.Run eru börn Guðmundar Runólfssonar og Ingibjargar S. Kristjánsdótt- ur; systkinin Runólfur, Kristján, Páll, Ingi Þór, Guðmundur Smári, María og Unnsteinn, auk allra maka þeirra og Mósesar Geirmundssonar frænda þeirra. Það var Kristján Gauti Karls- son blaðamaður á Skessuhorni sem afhenti G.Run fjölskyld- unni vasa og blóm af þessu tilefni. Stúlka var fyrsta barn ársins Fyrsta barn ársins 2019 er stúlka sem kom í heiminn á Akra- nesi laust eftir kl. 6:00 á nýársmorgun. Stúlkan vó 3.654 grömm og var 51 sentímetri að lengd. Foreldrar hennar eru Sigríður Hjördís Indriðadóttir frá Kjaransstöðum í Hval- fjarðarsveit og Hannes Björn Guðlaugsson, en þau eru búsett í Reykjavík. Stúlkan var ekki aðeins fyrsta barn ársins hér á landi heldur einnig fyrsta barn foreldra sinna. Þau Sigríður og Hannes segja að litla stúlkan hafi látið bíða eftir sér, en fæðing hennar hafði verið áætluð á Þorláksmessu. Vetraráfangastaður Evrópu Í upphafi ársins hlotnaðist ferðaþjónustu á Vesturlandi drjúg- mikil viðurkenning þegar landshlutinn var annað árið í röð verðlaunaður af tímaritinu Luxury Travel Guide sem vetrará- fangastaður Evrópu. Árið áður var landshlutinn valinn mynd- rænasti áfangastaður Evrópu. Tímaritið sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar og þá sérstaklega fyrir að vera heillandi yfir vetrarmánuðina. Ómannað mannvirki Um síðustu áramót hætti Vegagerðin að halda úti mannaðri vakt í fyrrum gjaldskýli við norðurenda Hvalfjarðarganganna. Eftir að ríkið eignaðist göngin haustið 2018 og yfirtók rekst- ur þeirra, var ákveðið að manna skýlið fyrst um sinn, án þess að viðkomandi starfsmenn innheimtu gjald. Var það gert af öryggissjónarmiðum. Öryggisvöktun með göngunum hefur nú alfarið færst á hendur Vegagerðarinnar sem sinnir henni með vöktun öryggismyndavéla frá vaktstöð í Borgartúni 7 í Reykjavík, eða frá Ísafirði. Öryggisvöktun felst meðal annars í að hægt er að loka fyrir umferð ofan í göngin ef eitthvað bját- ar þar á, kalla til viðbragðsaðila eða loka fyrir almenna um- ferð þegar forgangsakstur þarf að fara í gegn. Í febrúar varð óhapp í göngunum sem kveikti umræðu um að dregið hafði úr öryggi í göngunum. Bíll bilaði á „dauðu“ svæði eftirlits- myndavéla og ökumaður hans slasaðist þegar ekið var á hann og bílinn. Vegagerðin lofaði að bæta eftirlit í göngunum eft- ir ítarlega umfjöllun Skessuhorns um málið, þar sem meðal annarra slökkviliðsstjórinn á Akranesi gagnrýndi fyrirkomu- lagið harðlega. Rektorar koma og fara Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir var í upphafi árs skip- uð rektor Landbúnaðarháskóla Íslands til fimm ára. Tók hún við af Sæmundi Sveinssyni sem gegnt hafa stöðunni frá 2017. Ragnheiður er verkfræðingur að mennt og var áður fram- kvæmdastjóri verkfræðistofunnar Svinna-verkfræði sem sinnt hefur ráðgjöf á sviðum umhverfismála, nýsköpunar og rann- sókna. Á meðfylgjandi mynd er hún ásamt Lilju D. Alfreðs- dóttur menntamálaráðherra. Þá er framundan að ráða í starf rektors Háskólans á Bifröst, en Vilhjálmur Egilsson lýkur skipunartíma sínum næsta vor. Hann hefur gegnt starfinu frá 2013. Rótgrónum verslunum fækkaði Eftir fimmtíu ára samfelldan verslunarrekstur ákváðu eigend- ur verslunarinnar Blómsturvalla á Hellissandi að hætta rekstri. Afmæli verslunarinnar var fagnað í september árinu áður en þá voru 50 ár liðin síðan hjónin Íris Tryggvadóttir og Ótt- ar Sveinbjörnsson opnuðu verslunina, fyrst í bílskúrnum við heimili sitt. En það var hætt með rekstur fleiri verslana, með- al annars Bensó í Stykkishólmi sem jafnframt var eina bensín- sala Olís, veitingastaður og eina sjoppan. Hólmarar þurftu því um tíma að aka í önnur bæjarfélög eftir tóbaki, ís í brauðformi og öðru slikki. Í húsnæðinu hóf Skúrinn svo rekstur í haust og Hólmarar tóku gleði sína að nýju. Loftslagshlýnun alltumlykjandi Umræðan um hlýnun jarðar, mengun og slæm áhrif lifnaðar- hátta okkar jarðarbúa á heilbrigði jarðarinnar er líklega það einstaka mál sem heimspressan hefur fjallað mest um árið 2019. Í heimsfréttirnar komst í haust þegar formlega var lýst yfir andláti jökulsins Oks í ofanverðum Borgarfirði. Komið var upp minningarskildi á Oköxlinni og jökulhettan sögð sú fyrsta á Íslandi sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð. Jökullinn er orðin það lítill að vísindamenn töldu hann ekki lengur hafa þá eiginleika sem einkenna jökla sem t.d. er að skríða fram undan eigin þunga og mynda sprungur með til- heyrandi vatnsgangi í leysingum. Að vísu var einn galli á gjöf Njarðar, heimamenn hafa aldrei litið á Ok sem jökul og fuss- uðu því og sveiuðu yfir tilstandinu. Reyndar eru alvöru jöklar í hættu eins og mælingar sýna. Þannig spá vísindamenn á Veð- urstofunni því að Snæfellsjökull verði ekki til sem jökull um miðja öldina, ef hlýnun jarðar heldur áfram með sama hætti og undanfarin ár. Framhald á næstu opnu Það sætti tíðindum Fréttaannáll ársins 2019 í máli og myndum Árið 2019 var síst eftirbátur annarra ára þegar kemur að fréttum af Vesturlandi, nema síður væri. Í spegli tím- ans hefur hvert ár sín einkenni. Kannski verður ársins 2019 einkum minnst fyrir að vera sólríkt á Vesturlandi. Flestir glöddust yfir því en áhrif þurrka voru allavegana. Meðal annars viðbúnaðarástand vegna hættu á gróð- ureldum, vatnsból þornuðu upp, laxar gengu ekki í árnar og dró úr sprettu. Það var því mikið af sólríkum myndum sem við tókum í sumar. Í það minnsta hefur okkur blaðamönnum á Skessuhorni sjaldan fallið verk úr hendi. Allir höfðu nóg að gera og sjaldnast reyndar sem verkefnalistinn var tæmdur þegar vikan var gerð upp. Meðal þess sem stendur upp úr má nefna að hátæknifiskvinnsluhús var opnað í Grundarfirði, drög voru lögð að kanadískri þangvinnslu í Stykkishólmi, jarðböð voru opnuð í gili í Húsafelli, laugin Guðlaug í flæðarmálinu á Langasandi sló í gegn og kom þannig Akranesi á kortið þegar ferðmennska er annars vegar. Sólríkt sumar hafði gríðarleg áhrif á fjölda ferðamanna í landshlutanum. En við upplifðum einnig bakslög í at- vinnugreinum, sigra og ósigra. Atvinnugreinar fara og koma. Erfiðleikar hafa verið í fiskvinnslu á Akranesi þar sem útgerð er nánast lögst af. Sauðfjárbændur þurfa enn að sýna útsjónarsemi til að láta enda ná saman og þá stendur til að loka upplýsingamiðstöð ferðamanna í Borgarnesi. Hjá Skagamönnum stóð upp úr mikil bygg- ing íbúðarhúsnæðis og þá var Sementsstrompurinn felldur í vor. Í Skessuhorni reyndum við af mætti að segja frá fólkinu sem byggir Vesturland, þessum harða kjarna sem kýs að lifa hér og starfa og halda merkjum landshlutans á lofti. Margt tókst okkur blaðamönnum á Skessuhorni að þefa uppi á árinu. Gleðifréttir og gagnrýnar, léttar fréttir sem þyngri. Við erum fjölmiðill sem hefur þá stefnu að gefa sem raunsannasta mynd af mannlífinu hverju sinni. Þá, eins og gefur að skilja, þarf stundum að fjalla um það sem betur mætti fara, skapa umræðu, leita lausna, ekki síður en varpa fram því jákvæða og gleðilega sem sannarlega er oftar. Það sem gefur lífinu gildi. Hér á eftir verður stiklað á stóru í atburðum ársins 2019 í máli og myndum. Kæru lesendur! Takk fyrir samfylgd- ina á árinu sem er að líða, takk fyrir að lesa fréttir, takk fyrir að lesa Skessuhorn. Magnús Magnússon

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.