Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Page 76

Skessuhorn - 18.12.2019, Page 76
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201976 Grundfirðingurinn Rúnar Geir- mundsson og konan hans Eyrún Telma Jónsdóttir voru búin að reyna að eignast barn í fjögur ár án árangus þegar þau ákváðu að fara í glasafjóvgun. Meðferðin heppnað- ist mjög vel og síðastliðið vor komu í heiminn tveir heilbrigðir dreng- ir, þeir Atlas og Eldar. „Við vorum bæði alveg viss um að við vildum verða foreldrar og byrjuðum því kannski heldur snemma að reyna eða þegar við vorum búin að vera saman í um eitt ár,“ segir Rúnar. „Ég hafði lúmskan grun um að ég væri ófrjó því ég er með fjölblöðru- eggjastokkaheilkenni og legslímuf- lakk. Það er þekkt að konur sem glíma við þetta eigi erfitt með að verða ófrískar og þurfa gjarnan að- stoð,“ útskýrir Eyrún. Eftir að hafa reynt í eitt ár leituðu þau aðstoðar hjá lækni og hófst þá langt og erfitt ferli. Eyrún þurfti að gangast undir allskonar skoðanir sem allar komu vel út og því ekkert sem gat útskýrt af hverju hún varð ekki ófrísk. Barneignir í forgang Ferlið tók mikið á Eyrúnu sem meðal annars prófaði að taka inn hórmónalyf sem gerðu ástand- ið enn verra. Hún fékk þá stórar blöðrur á eggjastokkana sem ollu miklum kvölum og endaði Eyrún á bráðamóttökunni með morfín í æð. „Þetta tók mikið á okkur og svo hjálpaði ekki að á sama tíma var fólk alltaf að spyrja okkur hvort við ætluðum ekki að fara að koma með eitt kríli. Ég veit að það var ekkert illt á bakvið þessar spurningar en það er erfitt að fá þær þegar maður er í þessari stöðu. Þetta var sérstak- lega erfitt fyrir Eyrúnu,“ segir Rún- ar. „Ég kenndi mér mikið um og fannst ég vera gölluð,“ segir Eyrún og bætir því við að hún hafi upp- lifað líkama sinn sem tímasprengju. „Almennt minnkar frjósemi kvenna alltaf með aldrinum en þegar mað- ur bætir við öllum þeim vanda- málum sem ég glími við þá verð- ur maður mjög meðvitaður um að með hverju árinu sem líður minnka líkurnar á að þetta takist. Barneign- ir voru því í algjörum forgangi hjá okkur,“ segir Eyrún. Óhefðbundið brúðkaup Rúnar og Eyrún ákváðu að fá að- stoð hjá Livio hér á Íslandi og fóru í fyrsta viðtalið í maí 2018. Þá var tekin ákvörðun um að fara beint í glasafrjóvgun. „Biðin er um þrír til fjórir mánuðir og inn í það kom sumarfrí hjá þeim svo meðferðin dróst fram á haustið,“ segir Eyrún og bætir því við að þau hafi á þess- um tíma verið að undirbúa brúð- kaup í ágúst. „Brúðkaupið okkar var frekar óhefðbundið þar sem við erum ekki trúuð og vorum því ekki með neinar hefðir. Við fórum bara til sýslumannsins í Stykkishólmi og skrifuðum undir pappírana og héldum svo partý fyrir fjölskyldu og vini. Við sendum ekki einu sinni boðskort heldur gerðum bara við- burð á Facebook þar sem við buð- um fólki,“ segir Rúnar og hlær. Þau ákváðu líka að gera ekki gjafa- lista heldur báðu fólk um að ann- að hvort sleppa alveg gjöfum eða gefa pening til að borga glasameð- ferðina. „Þetta ferli kostar yfir sex- hundruð þúsund krónur svo okk- ur fannst upplagt að biðja frekar um pening en hluti sem við þurft- um ekki. Það tóku allir vel í þetta og borguðu brúðkaupsgestirnir því bæði glasameðferðina og brúð- kaupsferðina okkar til Balí,“ segir Rúnar og brosir. „En þegar þetta fréttist lengra fengum við að heyra að við værum dónar og frekjur fyr- ir að biðja um pening í brúðkaups- gjöf. Það hefur þó aldrei neinn kall- að fólk frekjur eða dóna fyrir að búa til gjafalista og biðja um allskonar hluti,“ bætir Rúnar við. Lentu í mannskæðum jarðskjálfta Eftir brúðkaupið héldu þau í draumaferðina til Balí þar sem þau ætluðu að núllstilla sig fyrir gla- sameðferðina. Ferðalagið gekk þó ekki alveg áfallalaust fyrir sig og eftir aðeins fjóra daga á Balí reið yfir jarðskjálfti á Lombok eyju skammt frá þeim stað sem Rún- ar og Eyrún voru á. Skjálftinn var 7,2 á Richterskvarða og lést fjöldi fólks á svæðinu. „Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég hugsaði að ég gæti í alvöru bara drepist,“ seg- ir Rúnar og Eyrún tekur undir það. „Eins og sannur Íslendingur fór maður beint í að finna upplýsingar um hvað væri best að gera í þessum aðstæðum en eftir smá stund áttaði maður sig á því að maður er í raun- inni bara lítið peð sem getur ekk- ert gert og stjórnar engu í svona aðstæðum,“ segir Rúnar. „Þetta var það undarlegasta sem ég hef upp- lifað. Þetta var ekki svona venjuleg- ur jarðskjálfti eins og maður finn- ur hér á Íslandi, þetta var svo mik- ið meira,“ segir Eyrún og bætir því við að hún sé enn að jafna sig eft- ir skjálftann, rúmlega ári síðar. „Ég á það ennþá til að missa allt í einu jafnvægið. Þetta er ótrúlega skrýt- ið,“ segir hún og Rúnar tekur und- Fengu glasagrjóvgun í brúðkaupsgjöf og eignuðust tvíbura Rætt við Rúnar Geirmundsson og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur Eyrún og Rúnar giftu sig í ágúst 2018. Eftir að hafa reynt lengi varð Eyrún loks ófrísk eftir glasameðferð og eignuðust þau hjónin tvo stráka síðasta vor. Rúnar og Eyrún fóru í brúðkaupsferð til Balí haustið 2018. Rúnar hefur mikið keppt í kraftlyftingum og varð m.a. heimsmeistari árið 2017.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.