Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 9
7
Hesteyrnr. Afkoma almennings í meðallagi góð.
Reijkjarfj. Afkoma bænda góð eftir atvikum. Afkoma sjómanna
einnig orðið með bezta móti. Mönnum virðist veg'na vel hér, því að
fólki fjölgar ár frá ári og flytur ekki úr sveitinni. Fólk kemur jafnvel
úr öðrum héruðuin og sezt hér að.
Hólmavíkur. Afkoma manna ágæt bæði til lands og sjávar. Pen-
ingar manna á milli meiri en nokkru sinni fyrr. Urðu margir bjarg-
álna, sem áður börðust í bökkum.
Blönduós. Afkoma góð, því að afurðaverð fór hækkandi örar og
meir en verð aðfluttra nauðsynja, einkum jiað, sem framleitt var fyrir
innlendan markað.
Sauðárkróks. Afkoma með betra möti almennt og hagur kaup-
staðarbúa batnandi.
Hofsós. Efnaleg afkoma sveitabænda mjög sæmileg og fólks við
sjávarsíðuna aldrei jafn góð í manna minnum.
Ólafsfj. Má yfirleitt segja, að afkoma manna hér hafi verið mjög
göð, einkum sjómanna.
Svarfdæla. Efnaleg afkoma yfirleitt góð, hjá ýmsum ágæt, og ein-
staka hafa g'rætt stórfé á útgerð og fisksölu. Peningavelta hefir aukizt
að mun og skuldir minnkað.
Akareyrar. Afkoma héraðsbúa verið miklu betri en í meðallagi, og
hefir það einkum verið þeirri atvinnu að þakka, sem Bretar hafa
veitt, enda má svo heita, að ekkert atvinnuleysi hafi verið í bænum,
eftir að lierliðið settist hér að. Peningaráð manna hafa verið mikil,
en verðlag á öllum vörum er nú orðið geysihátt. Afkoma bænda hefir
einnig verið góð á ári-nu.
Höfðahverfis. Árið frekar hagstætt, hæði til lands og' sjávar. Af-
koma útg'erðarmanna með allra bezta móti, en háseta ekki að sama
skapi, þar sem þeir allflestir voru ráðnir upp á fast kaup. Formenn
og eitthvað af vélamönnum voru þó upp á hlut. Að öllu athuguðu
verður afkoma manna i héraðinu að teljast með betra móti.
Reykdæla. Almenn afkoma með betra móti, og var það mikið að
þakka hagstæðri verzlun.
Öxarfj. Hagur manna er jafnan hér á landi mjög' undir veðráttu
kominn, en hún verður að teljast hafa verið betri en í meðallagi. t
þetta skipti varð þó annað ráðameira, sem sé styrjöld sú hin mikla,
er nú geisar. Afkoma héraðsbúa í heild mjög' góð, þó óviss enn að
sumu, en minna óviss en víðast mun á landi hér. Flestir lifa við
nægtir alls.
Þistilfj. Afkoma manna hin langhezta, sem orðið hefir í mörg ár.
Hið eina, sem á skyggir fyrir bændum, er Jonessýki, sem álitin er
vera komin í fé hér. Var af þeiin ástæðum lógað 1000—1200 fjár í
ltéraðinu siðastliðið haust.
Vopnafj. Afkoma manna yfirleitt góð á árinu vegna hækkandi af-
urðaverðs og mikilla afurða, bæði til lands og sjávar.
Hróarstungu. Efnahagur manna heldur í áttina til batnaðar.
Scyðisfj. Almenn afkoma með allra bezta móti. Segja má, að i kaup-
staðnum hafi það ekki komið til af g'óðu, þar sem brezka setuliðið
var aðalvinnuveitandinn allan seinna hluta ársins, og höfðu allir,