Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 26
24
bólgutilfelli en áður og' fyllilega réttmætt væri: Sjúklingur fær hita-
sótt og önnur einkenni, er bent geta til lungnabólgu. Nu er sjúklingn-
urn gefin hin fyrri venjulegu lyf, seni engra kraftaverka er vænzt af.
Hann verður albata næsta dag', og' lungnabólga er ekki greind. Hafi
hann hins vegar fengið súlfapýridín á undan batanum, er hann nú
þakkaður lyfinu, og lungnabólga sennilega skráð í skýrslur. Síðasta
áratuginn, áður en hið nýja lyf kom til sögunnar (þ. e. 1929—1938),
var lungnabólgudauðinn 13,4% skráðra sjúklinga, en frá því að sund-
urliðaðar dánarskýrslur eftir sjúkdómum hefjast og til hins sama
líma (þ. e. 1911—-1938), var hlutfallstálan 12,4%. Árið 1939 deyja
úr lungnabólgu 12,7% skráðra sjúklinga og 1940: 16,0%. Síðan 1911
hefir mestur lungnabólgudauði orðið 22,2% skráðra sjúklinga (19141.
Mikill lungnabólgudauði, miðað við skráða sjúklinga, hefir og' orðið
1915: 20,9%, 1934: 18,1%, 1938: 17,9%, 1933: 15,8% og 1924:'15,1%.
Minnstur lungnabólgudauði hefir aftur orðið 1918: o,bc/0 (ef til vill
ruglingur á skrásetningu vegna spænsku veikinnar), 1927: 6,4%,
1920: 7,7% og 1928: 7,9%. Annars hefir dánartalan ekki vikið ýkja
mikið frá meðalhlutfallstölu. Með þessum tölusamanburði er ekki
borið í efa, að samhljóða vitnisburður íslenzkra lækna um öruggar
verkanir lyfsins hafi við rök að styðjast. Verður að hafa það fyrir
satt, að fjöldi sjúklinga, sem áður hefði barizt harðri baráttu 7—-14
dag'a eða lengur gegn veikinni, fái nú af lyfinu skjótan bata. En hins
vegar benda tölur vorar enn ekki til þess, að það snúi á lungnabólg'u-
dauðann. Þeim, sem batnar, batnar fyrr en ella, og' er mikils vert, en
menn virðast deyja líkt og áður.
1. U m k v e f 1 u n g n a b ó 1 g u :
Rvík. Á kveflungnabólgu bar allmiklu minna en 1939. Alls eru skrá-
settir 122 og 25 taldir dánir úr henni, en árið áður voru skrásettir
308 sjúklingar og 46 dánir.
Stijkkishólms. 8 sjúklingar á árinu. Ég reyndi M & B 693 við þá
alla, og gafst það vel í öllum tilfellunum.
Dala. Örfá tilfelli.
Hólmavikur. Nokkur dreifð tilfelli. 1 ungbarn dó.
Miðfí. 2 skráðir á árinu. Barn innan eins árs dó.
Blönduós. Var skrásett 5 sinnum, og' dó úr henni 1 barn á 1. ári.
Sauðárkróks. Varð vart bæði fyrra og seinna hluta ársins.
Hofsós. Örfá tilfelli.
Ólafsfí. 1 tilfelli af kveflungnabólgu, gamall maður.
Akureyrar. Ekki hafa verið mikil brögð að lungnabólgu á árinu,
en þau tilfelli, sem komið hafa, munu flest hafa verið meðhöndluð
með M & B 693, enda láta læknar hér mjög vel af þeim góða árangri,
sein þeir hafi fengið við notkun þessa lyfs við lungnabólgu í lang-
flestum tilfellum. Um þau 2 dauðsföll, sem orðið hafa af lungna-
bólgu á árinu, er það að segja, að annað var 75 ára örvasa gamal-
menni, en hitt var 49 ára karhnaður, sem hafði mjög mikið lungna-
þan og alltaf hafði verið að fá lungnabólgur undanfarandi ár og verið
rúmlægur mestan hluta ársins af þessum sökum.
tíerufí. Örfá tilfelli.