Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 58
56
2. Appendicitis.
Borgarnes. Botnlangabólga alltíð.
Flateyjar. Appendicitis (perforatio + abscessus Douglasi) 1 til-
felli. Sjúklingurinn lá heima og' fór svo suður til aðgerðar.
Bildudals. 3 tilfelli, öll batnað án skurðaðgerðár.
Reykjarf]. 2 tilfelli, annað allslæmt (perforatio og igerð). Batnaði
sjúklingnum sæmilega fljótt eftir iskurð. Fór síðan á Landsspítalann
til uppskurðar. Hinum liatnaði án skurðaðgerðar.
Btönduós. Botnlangabólga enn sem fyrr algeng, því að 21 holskurð
gerði ég' hennar vegna á árinu, en auk þess dó úti á Skagaströnd úr
henni barn á 9. ári, komið um borð í bát, sem átti að flytja það á
sjúkrahúsið. Að vísu áttu 3 heima annars staðar, en voru hér til
dvalar um stundarsakir, 1 var úr Reykjavík, lagður á land af skipi,
og 1 kom að sunnan til þess að láta skera sig upp hér.
Akureyrar. Botnlangabólga gerir mikið vart við sig'.
Ilöfðahverfis. 1 slæint tilfelli á árinu.
Reykdæla. 5 sjúklingar eru skráðir með appendicitis. 2 voru skornir
á sjúkrahúsi Húsavíkur, 2 batnaði i bili við leg'u og viðeigandi mat-
aræði, enda væg tilfelli.
Hróarstungu. Koin fyrir 3svar á árinu.
Hornafj. Alltaf strjálingur, líkt og gengur og gerist.
Mýrdals. 1 tilfelli.
Vestmannaeyja. Aðgerð í byrjun kasts, þegar því verður við komið
og' fólk fæst tií.
Grímsnes. Ekki mörg tilfelli þetta ár.
Keflavikur. 2 tilfelli og þau skorin.
3. Avitaminosis.
Dala. Rachitis: Að jafnaði nokkur væg' tilfelli árlega. Alls staðar
er þó börnum gefin nýmjólk og víða lýsi, en það er auðvitað elcki
nóg. Einkum virðist mér of einhliða mjólkurfóðrun barna varhuga-
verð. Einn dreng, 11 mánaða, sá ég í vor með alvarlega beinkröm:
diarrhoea, anaemia, craniotabes, carpo-pedalkrampa, bjúg á handar-
bökum og' ristum o. s. frv. Hér var því einnig' um tetania að ræða í
sambandi við beinkröm. Orsökin var í þessu falli mjólkuroffóðrun.
Við lýsi, ljós og' loft og' eðlilegri matartekju batnaði drengnum bæði
fljótt og vel.
Ögur. Rachitis: 1 sjúklingur. Beri-beri: 1 sjúklingur.
Reykjarfj. Vanlíðan vegna fjörefnaslcorts er alltíð hér, enda fábrotið
fæði hjá flestum og fátækt mikil víða. Eg hefi þó ekki séð hreinar
avitaminoses að undanteknu einu barni með D-skort, og dó það eftir
blóðsóttina í sumar. Roskinn maður hér eyddi tíma og fé í stutt-
bylgjuljós og nudd í Reykjavík í fyrra vetur vegna polyneuritis og
polyarthritis. Nú hefir hann lifað á B-fjörefnaríkum fæðutegundum
og gerir um allangt skeið og er nú vinnufær orðinn.
Svarfdæla. Rachitis: 3 tilfelli, öll á lágu stigi, og vestigia rachitidis 1
(2 ára).
Akureyrar. Avitaminoses sjaldgæfar, að minnsta kosti á svo háu
sligi, að læknisaðgerða þurfi.
Höfðahverfis. Rachitis: 1 vægt lilfelli.