Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 28
26
Reijkdæla. 3 sjúklingar. Fengu allir M & B 693 í byrjun sjúkdóms-
ins með þeim árangri, að hitinn datt niður á 1. eða 2. sólarhring,
stingur hvarf, og sjúklingurinn virtist yfirleitt vera læknaður. Nokkuð
bar á því, að sjúklingarnir fengju ógieði og' uppköst af lyfinu. Allir
voru sjúklingarnir fullorðið fólk og fremur þreklítið, enda voru þeir
lengi að ná sér og lengur en ætla mætti, svo fljótt og’vel sein sjálfur
sjúkdómurinn virtist batna.
Öxarfj. Greinileg pneumonia crouposa kom ekki fyrir á árinu, enda
hefi ég tæplega séð þá veiki alveg ómengaða nema í hinum mikla
faraldri 1922. Hefi þó mikið séð af Ijótri lungnabólgu. Mér virðist
mun minna um lungnabólgu á síðari árum og vona, að það sé eitl-
hvað að þakka breyttum og bættum búsakynnum. Hér var um
skeið, aðallega í árhóhnum Jökulsár, þar sem heygjöf er mikil, margt
karla, er fengið höfðu lungnabólgu 7—9 sinnum. Einn hafði hana
nærri alltaf siðast. Mér virðist ekki ótítt, að smáfaraldrar mynduð-
ust kringum þessa menn, ósmáir að þunga.
Vestmannaeyja. Aðeins örfá tilfelli. Veikin venjulega sjaldgæf hér,
miklu sjaldgæfari en t. d. á Fljótsdalshéraði, þar sem veikin var
tíðum illkynjuð og með verulegu farsóttareðli.
Grímsnes. Aðeins fá lilfelli af taksótt. Reyndist mér M & B 693
(dagenan) sem fyrr ágællega. Sjúklingarnir verða undantekningar-
lítið hitalausir á 2. sólarhring. Ivonu, 86 ára að aldri, tókst ekki að
bjarga þrátt fyrir dagenan, en það verður tæplega lagt lyfinu til Jasts.
Karlmaður með mb. cordis, 26 ára að aldri, fékk pneumonia crouposa
með mikilli hepatisatio. Varð hann hitalaus eftir sólarhring. Virtist
í fyrstu allt ætla að ganga vel. Eftir nokkra daga dó hann skyndilega
þ'rátt fyrir hjartastimulantia.
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
,S júklingafjöldi 1931—1940:
1934 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 19.39 1940
Sjúkl......... 368 24 9 3 9 9 32 55 8 781
Rauðir hundar hófu faraldur síðara hluta ársins og gengu yfir
Suðurland, Suðvesturland og Norðurland austan Siglufjarðar. Höfðu
þeir litt náð til Vestfjarða og Austfjarða um áramót, en jiá hafði
faraldurinn hvergi nærri náð hámarki sínu og' átti fyrir sér að ganga
um land allt. Er þetta einn mesti faraldur rauðra hunda, sem gengið
hefir yfir landið og skráður hefir verið nákvæmlega. Áður er getið
faraldra 1887—’89/l896—’97, 1915—’16, 1925— 26, og 1930—''31, þ. e.
lengi á 10 ára fresti, unz út af hefir brugðið um 2 síðustu faraldra.
Á milli faraldra eru jafnan skráðir á ári hverju nokkrir sjúklingar,
langoftast á víð og dreif, og mun út aí' bera, að sjúkdómsgreining
sé tvímælalaus. Ef til vill á þessi síðasti faraldur rót sína að rekja til
hins brezka setuliðs. Að minnsta kosti vildi svo til, að sjúklingur
með rauða hunda var í einu skipanna, er stóðu að hernáminu, og