Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 89
87
antibrachii 1, claviculae 1, costae 1. Distors. cubiíi 1, pedis 1. Lux.
radii 1. Auk þess sraáineiðsli, brunar, corp. alien. o. s. frv.
Siðu. Fract. radii 1, claviculae 1, costae 1. Vulnera sclopetaria 2.
Annar skaut kúlu úr fjárbyssu gegnuni litla fingur vinstri handar.
Hinn skrámaðist í andliti, af því að lás á byssu hafði verið illa læstur
og' hljóp oft úr, um leið og' skotið reið af. Önnur vulnera 10. Combustio
I. Contusiones et distorsiones 8.
Mýrdáls. Fract. claviculae 2, costae 1.
Vestmannaeijja. Stórslys raeð rainna raóti á árinu, sem leiðir af því,
að veiðiskip erlendra þjóða hafa að heita raá lítið sem ekkert stundað
veiðar hér á fiskimiðum. Fract. cruris sin.: 13 ára unglingur var að
stimpast í stiga barnaskólans og skall á tröppubrún. 15 ára telpa
rann á hálku og hlaut af fract. tibiae sin. 46 ára skipstjóri: Lux. humeri
intracoracoidea dextr. Lenti með olíukápu í spilinu, skall við það á
þilfar með útréttan hægra handlegg. Kona 59 ára: Vuln. crur. dextr.
Skall með hægra handlegg á töskubrún (sic). Lappað sár um miðjan
framanverðan fótlegginn yfir % hluta hans. 30 ára sjómaður: Fract.
cranii. Datt niður háan stiga á steingólf í ölæði. Batnaði. 26 ára sjó-
maður: Lux. humeri dextr. et fract. proc. coracoid. dextr. Skall niður
stiga í ölæði. 6 ára drengur: Fract. antibrachii sin. Skall niður af há-
um tröppum á steinstétt og brotnuðu báðar pípur. Varð jafngóður.
Karhnaður 32 ára: Ambustio faciei. Brenndist á vindlingi, sem kveikti
í hárinu. Var ölvaður. Enskur sjómaður, 32 ára, kyndari á togara:
Vuln. man. dextr. et fract. pollicis dextr. Lenti með hægra þumalfingur
milli tannhjóla í vindu og tók framan af fingri. Kyndari á enskum
togara, 51 árs: Skall af bekk í vélarúmi í kviku á tannhjól vélarinnar,
sem vaf í gangi. Lenti méð bringspalir á tannhjólinu, sem tætti og
sleit í sundur kviðarvöðva frá rifbrjóski, svo að garnir og innýfli lágu
úti. I)ó svo að segja samstundis. Karlmaður 45 ára: Fract. dig. III
sin. compl. Fingurinn brotnaði, þegar hann var að gera við „kúpl-
ingu“ milli öxuls og vindu. Karlmaður 30 ára: F'ract. malleol.
dextr., skall á götu. Karlmaður 54 ára: Fract. malleoli dextr. Skeði í
ölæði. Sjómaður 31 árs: Fract. fibulae sin. Skall yfir sig við vinnu á
þilfari. Lenti ineð öklana á borðbrún. Kona 36 ára: Fract. tibiae sin.
Var í fiskvinnu, skall niður og bögglaðist vinstri fótur undir henni.
Sjómaður 62 ára: Fract. cruris sin. Varð fótaskortur á þilfari og
skall ofan í lest. Hált var á þilfarinu. Vélstjóri 35 ára: Fract. costarum.
Skall niður í lest og brotnuðu 2 rif. 83 ára karlmaður: Skall niður
steintröppur og hlaut af fract. femor. sin. Karlmaður 30 árá: Fract.
calcanei dextr. Féll um 3 mannhæðir og braut hælbeinið á steinstétt.
38 ára sjómaður: Var ölvaður og var sleginn með flösku vinstra megin
á enni vfir augabrún. Brotnaði ennisbeinið. Sjómaður 25 ára: Fract.
pollicis dextr. complic. Hægri handar þumalfingur lenti á rullu undir
vír. Var að taka inn vörpu. 36 ára sjómaður: Fract. tibiae complic.
Skall á þilfari. Mikið er hér um smámeiðsli (contusiones, distorsiones,
smábruna) og einkum sár, sem komið er með á lækningastofur, og
verða börn og fullorðnir fyrir mörguin skrámum.
Eyrarbakka. Af slysförum dóu alls 4, af þeim drukknuðu 3 í sjó.