Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 51
49
er gætt að eyða öllum úrgangi sláturhúsa og annarra þeirra staða,
þar sem siátrun fer frarn, svo að hundar nái ekki í sullina.
Reykdæla. Hundahreinsun fer frarn árlega. í sumum hreppum eru
sérstakir kofar til þeirra hluta. Talsvert ber á netjusullum í sauðfé
í öllu héraðinu, en sullaveikir menn eru engir, svo að ég vití.
Þistilfj. Sullaveiki hafði 1 kona. Ráðlagði ég henni aðgerð, þegar
er ég vissi um sjúkdóm hennar árið 1939, en hún vildi ekki með
neinu móti fallast á það. Loks hað hún uin aðgerð á útmánuðum
1940, en þá var það um seinan, konan aðframkomin og dó rétt eftir
aðgerðina.
Vopnafi. Sulla verður lítt vart í sláturfé, annarra en netjusulla
lítils háttar.
Hróarstungu. Hundahreinsun fer frarn reglulega víðast hvar. Yfir-
leitt er þess vel gætt, að hundar nái ekki í sulli.
Hornafi. Enginn sjúklingur á þessu ári. En 1939 komu fyrir 2 til-
felli, bæði í lifur. Annað karlmaður, 60 ára, með gamlan sull. Að-
gerð á Landsspítalanum með fullum bata. Hitt 26 ára kona, sömu-
leiðis skorin upp á Landsspítalanum, en ekki með eins góðurn ár-
angri. Fékk empyerna pleurae, og siðan hún kom heim, hefir í sull-
skurðarörinu nokkrum sinnum opnazt fistill með mikilli graftar-
útferð.
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
Á mánaðarskrám er getið um 2 sjúklinga í Rvík. Á ársyfirliti er
getið 4 sjúklinga, og eru 3 þeirra á afskekktum bæjum í Hesteyrar-
héraði (allt börn, 3, 5 og 8 ára) og tekið fram, að um vott einn sé að
ræða. 4. sjúklingurinn er í Síðuhéraði, 57 ára vinnukona með geitur
um allan kollinn og' fæst ekki til að leita sér lækninga.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Skráðir eru 2 sjúklingar í október, kona um tvítugsaldur,
sem tekin var til meðferðar í röntgendeild Landsspítalans, og barn,
innan 5 ára aldurs, sem tekið var til meðferðar af sérfræðingi i húð-
sjúkdómum.
Hornafi. Geitur hefi ég ekki séð hér.
7. Iíláði (scabies).
Töflur V, VI, og VII, 4.
■S júklingafiöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl......... 102 164 160 198 249 328 455 743 910 1531
Kláði færist enn mjög i vöxt og má orðið heita landplága. Er vafa-
laust einkum um að kenna hinum miklu og tíðu fólksflutning'um
fram og' aftur milli sveita og kaupstaða, er sveitafólk þyrpist í kaup-
staðina í atvinnuleit þar og kaupstaðabörnum er hrúgað í sveitirnar
til sumardvalar, en húsakynni verða með köflum ofsetin á báðum
stöðum og þjónustu ábóta vant.