Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 37
Ögur. Kom á 1 heimili. Hefi ekki orðið var við sjúkdóminn fyrr í
héraðinu.
Regkjarjj. 1 tilfelli, ekki á mánaðarskrá.
Midfj. 7 skráðir. Veikin mjög væg.
Sauðárkróks. Aðeins 2 tilfelli skráð, en mun hafa gert eitthvað
meira vart við sig.
Ólafsfí. 6 tilfelli skráð í janúar, en töluvert mörg börn munu hafa
veikzt. Veikin létt.
Svarfdæla. Eftirhreytur frá fyrra ári.
Akureyrar. Gerði títils háttar vart við sig á árinu, rnjög væg og
enginn faraldur.
Höfðahverfis. 1 tilfelli (ekki skráð). Hefi ekki orðið hlaupábólu
var fyrr en í vetur. Sjúklingurinn sennilega smitazt á Akureyri.
Öxarfí. Staklí sér niður.
Hróarstungu. Fáein tilfelli.
Norðfí. Hlaupabólan stakk sér nokkuð niður fyrra hluta sumars.
Vestmannaeyja. Gerði nokkuð vart við sig. Einangrun fyrirskipuð,
en henni oft ekki fylgt.
Auk framangreindra farsótta geta læknar einungis um þessar
bráðar sóttir:
Angina Plaut-Vincent: Á mánaðarskrám í Reykjavík eru taldir 7
sjúklingar í janúar, ágúst og október, 1 í hverjum mánuði, og í nóvem-
ber og desember, 2 í hvorum máriuði. Allt var þetta fullorðið fólk,
15—20 ára: m 2, k 1 og 20—30 ára m 2 og k 2.
Psittacosis: Ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið gegn fýlasótt-
inni, virðast ætl.a að bera tilætlaðan árangur.
Vestmannaeyja. F.ins og getið var uin í síðustu ársskýrslu, gerði
psittacosis vart við sig í héraðinu fyrra ár (1939). Bannað var að
veiða og hirða fýlunga á síðastliðnum veiðitíma, og' brá svo við, að
veikinnar hefir alls ekki orðið vart síðan. Jarðabændur tóku því vel
að hælta fýlungaveiðinni, þó að eðlilega baki það þeim nokkurt tjón,
fljótt álitið, en svo eru þeir viti bornir, að þeir vilja ekki fórna fólk-
inu fyrir fýlinn.
Sepsis: Þó að 9 séu taldir dauðir úr graftarsótt, er aðeins getið um 2
sjúklinga á mánaðarskrám, barns á 1. ári í Blönduóshéraði (septem-
ber) og' karlmanns 20—30 ára í Eyrarbakkahéraði (október). Auk
þess getur héraðslæknir í Vestmannaeyjum tveggja sjúklinga.
Vestmannaeyja. 2 tilfelli, karlmaður um 30 ára og' kona (post
abortum). Batnaði við prontósil.
Tetanus: I Vestmannaeyjurn er sifellt verið á verði gegn þessum
kvilla.
Vestmannaeyja. Ekki gert vart við sig. Þeirri reglu fylgt að gefa
blóðvatn (antitetanusserum) til varnar veikinni þeim sjúklingum,
sem koma með sár, ötuð götuóhreinindum.