Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 39
37
hættulegi fylgikvilli, stricturae urethrae, sem áður var mjög tíður,
kemur nú að heita má aldrei fyrir, síðan mönnum lærðist að nota ekki
of sterkar lyfjablöndur til inndælingar í þvagrás. Síðan farið var að
nota þessi nýju lyf, stendur sjúkdómurinn oft allt að því helmingi
skemur yfir en áður, svo að hægt er að komast af með miklu minni
„lókal meðferð“ en áður tíðkaðist. Þetta hvort tveggja á sjáifsagt
sinn þátt í, að öðrum fylgikvillum fækkar til muna.
Syphilis. Sjúklingar með þann sjúkdóm voru samtals á árinu 48,
allt nýir sjúldingar, sem ekki höfðu fengið lækningu áður, að einum
undanskildum (syphilis tertiaria). Eru það fleiri sjúklingar á einu
ári en nokkru sinni áður, síðan ég byrjaði lækningar hér í bænum.
Sjúklingar þessir skiptust þannig eftir aldursflokkum:
Aldur, ár 1—5 15—20 20—30 30—40 40—60
Syphilis M. K. M. K. M. K. M. K. M. K. Samtals
primaria ............. ,, „ 2 „ 9 1 6 1 „ „ 19
secundaria ............ „ „ 1 6 5 8 2 „ 3 1 26
tertiaria ............. „ „ „ „ „ „ „ „ 1 „ 1
congenita ............. 2 „ „ „ „ „ „ „ „_,, _ 2
Samtals 2 ,, 3 6 14 9 8 1 4 1 48
Allir þessir sjúklingar eru íslenzkir nema 1. Einungis eru taldir
nýir sjúklingar, skráðir á árinu. Útlendir farmenn, sem vitja hér
lækna og hafa fengið eina og eina salvarsan- og vísmútinndælingu,
á meðan þeir dvelja hér í höfn, eru ekki taldir með. Af sjúklingum
þessum fóru 2 út á land og munu hafa fengið allrækilega lækningu
þar. 6 sjúklingar voru um tíma á 6. deild Landsspítalans og fengu
lækningu þar og á lækningastofu minni, hinir að öllu leyli hjá mér.
Sjúklingarnir hafa fengið frá 3 g upp i I 7 g af neosalvarsani inn í
æð auk vísmúts í vöðva. Yið nokkra „resistent" sjúklinga með syjihilis
secundaria hefi ég einnig notað kvikasilfurslækningu (perkútan),
stundum ótvírætt með ágætum árangri. Hygg ég, að kvikasilfrið hafi
verið um of vanmetið, síðan salvarsanlyfin komu lil sögunnar, að
minnsta I<osti er sjálfsagt að nota það við þá sjúklinga, sem ekki
heknast til fulls af salvarsani og vismúti. Af þeim 19 sjúklingum, sem
til mín koniu á árinu með s. primaria, voru í árslok allir „serónega-
tivir“. Af 26 sjúklingum með s. secundaria voru 6 enn -j- í blóði, sömu-
teiðis 1 sjúklingur með s. tertiaria og bæði börnin með s. congenita.
Alvarlegir fylgikvillar hafa ekki komið fyrir við lækninguna á þessu
ári. 2 sjúklingar fengu stomatitis, enginn salvarsandermatitis. Af
ofangreindum 48 sjúklingum höfðu aðeins 6 smitazt erlendis, hinir
;dlir innanlands, langflestir í Reykjavík. Smitun af þessum sjúkdómi
hefir því verið á árinu meiri en dæmi eru til áður, og því mikil nauð-
syn, að læknar séu vel á verði gegn honum nú. Hingað til liefir
Hannsóknarstofa Háskólans framkvæmt allar blóðrannsóknir við
syphilis ókeypis, en einmitt á þesáu ári er breytt frá þeirri venju, og
tekur Rannsóknarstofan nú kr. 10,00 fyrir hverja slíka rannsókn.
Úerður læknirinn að vera ábyrgur fyrir þeirri greiðslu og þá stundum
greiða hana úr eigin vasa. Ríkissjóður greiðir einungis fyrir þær rann-