Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 61
59
Noröfí. Færri tilfelli en oft áður — 5 talsins.
Vestmannaeyja. Ber nokkuð á þessum sjúkdómi út frá hruflum,
sem lenda í hráæti (fiskbein), og eins verður hans vart í sláturtíðinni.
Keflavikur. 7 tilfelli skráð á árinu, flest í sláturtíð.
10. Granuloma.
Borgarnes. Með minna móti.
Dala. Granuloma sá ég nokkrum sinnum í sláturtíðinni.
Öxarfj. Alltaf nokkur granuloma á ári. Kona var að loka fjárhús-
hurð, og átti að falla krókur í keng. Svo atvikaðist, að hún fékk djúpa
rispu af króknum á fremstu liðamót digiti III. Granuloma kom í sárið.
Tókst mér ekki að lækna þetta, fyrr en ég tók hálfan fingurinn af.
Granúlómið var líka inni í liðnum, og tókst ekki að uppræta það þar.
Berufj. Granuloma 2.
Hornafj. Granuloma sá ég eitt, að vísu á vertíð, en ekki í sláturtíð.
Mýrdals. 2 tilfelli (annað í janúar, hitt í október).
11. Hydrocephalus internus.
Norðfj. 1 árs drengur.
12. Hypertensio arteriarum.
Akureyrar. Gerir alltaf mikið vart við sig.
13. Icterus gravis:
Berufj. 32 ára kona fékk veikina upp úr gastroenteritis acuta. Iæzt
eftir % mánuð.
14. Ileus.
Blönduós. Ileus virðist mér vera iniklu algengari hér en i Vest-
mannaeyjum. Á jiessu ári komu fyrir 4 tilfelli. Orsakir: 1) krabba-
mein í ristli, 2) óviss, lagaðist án skurðaðgerðar, 3) appendicitis,
4) diverticulum Meckelii.
15. Lymphogranulomatosis.
Svarfdæla. 1 sjúklingur, karlmaður 25 ára.
16. Morbus Basedowii.
Norðfj. 22 ára stúlka.
Hornafj. Kona, 58 ára, kom með mikinn exopthalmus, tachycardia
og nervositas, en mjög ógreinilegt struma. Hefir að mestu batnað við
lyflæknismeðferð.
17. Morbus cordis.
Akureyrar. Alltaf mörg tilfelli.
Reykdæla. Nokkur gamalmenni hefi ég rekizl á með lélegt hjarta
samfara almennri elli (myodegeneratio). 2 sjúklingar eru skráðir
með angina pectoris. Annar þeirra dó, 77 ára gömul kona.
18. Myatonia congenita (Oppenheim).
Dala. Drengur á 3. ári, ante tempus natus, engin rachitiseinkenni.
19. Oxyuriasis.
Bíldudals. Er talsvert algengur kvilli, ba>ði í börnum og fullorðnum.
Ólafsfj. Arlega nokkur tifelli. Stundum virðist santónín ekki duga.
Akureyrar. Mörg tilfelli á ári hverju.
Hróarstungu. Algengari en af er látið — aðallega í börnum.
Síðu. 10 tilfelli.
Mýrdals. 6 tilfelli.