Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 210
208
að á sama tíma sem úrvalsheimili hafa vikum saman leitað árang-
urslaust eftir Jijónustustúlkum án jiess að horfa í kaupgjald, er mér
jneð sannindum skýrt frá því, að maður, sem opna vildi Breta-
knæpu og auglýsti eftir tveimur frammistöðustúlkum, fékk tafar-
laust 46 eða 47 umsóknir. Þó að ekki sé litið lil lausungarhætt-
unnar í sambandi við störf íslenzkra kvenna í þjónustu setuliðsins,
er þjónutsukvennaeklan á íslenzkum heimilum í sveitum og kaup-
stöðum, sejn af þeim leiðir, ærið alvörumál, þegar svo er komið,
að fjölda hinna beztu heimila, sem einmitt ættu að vera lífakkeri
þjóðernisins á þessum hættutimum, heldur unnvörpum við fuli-
kominni upplausn fyrir þessar sakir. e) Skilyrðislaust bann við ])ví, að
setuliðsmenn byðu íslenzku kvenfólki á samkomur sínar jafnframt
því, sem vér gerðum ráðstafanir til að takmarka sem allra mest
aðgang setuliðsmanna að skemmtunum vorum og öðrum samkomum.
Ymsar þessar uppástuhgur mínar, einkum þær, sem greindar eru
undir stafliðum c) og d) og annað ])að, er á góma bar í þessu sam-
tali frá sjónarmiði íslendinga, er ég leyfi mér að kalla svo, hlaut svo
sanngjarnar undirtektir hins Ijúfmannlega foringja — seni að vísu
tók það iðulega fram, að slíkt madti hann aðeins fyrir sig persónu-
lega — að það vakti vonir mínar um, að frekari samræður við stjórn
hins brezka setuliðs varðandi samvinnu um nokkra lausn þessara
viðkvæmu mála þyrftu ekki að verða með öllu árangurslausar, ef
nieð þeirri alvöru og festu væri eftir gengið, er hæfði því, sem í húíi
væri fyrir framtíð þjóðarinnar. Mundi og ekki vera ástæða til að
vænta liins sama af hálfu stjórnar hins ameríska setuliðs, eða jafn-
vel fremur, þegar ])ess er gætt, með hverjum atburðum það er hingað
komið? En um það var ekki ágreiningur milli mín og hins brezka
foringja, að þegar þeir hinir nýju gestir hefðu tekið sér hér bölfestu,
niundi stórum aukast á öll vandræði.
Ég hefi nú skýrt ráðunevtinu frá hinu helzta, sem ég tel, að hinar
greindu viðræður hafi gefið mér tilefni til, og vænti, að það telji það
ckki að öllu leyti ófyrirsynju gert. Einkum leg'g ég áherzlu á, að tekið
verði til athugunar, jafnframt því sem vér hefjum aðgerðir vorar iil
réttingar þessara mála, hvort ekki sé ástæða til að leita sem allra
nánastrar samvinnu við stjórnir hvors tveggja setuliðsins og mikils
verðrar aðstoðar þeirra. Vildi ég og mega hreyfa því, hvort ekki
mundi farsælla og líklegra til árangurs eftir atvikum að láta eftir-
leitanir í þessa átt fara venjulega embættisleið en um hendur nefnda
jneð öllu því vafstri, sem þeim vill fylgja, svo og með tilliti til þeirrar
tortryggni, sem alið er á i sambandi við þetta mál.
Vilm. Jónsson.
Til dómsmálaráðuneytisins, —
Reykjavík.