Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 77
75
mipara með framhöfuðstöðu, enni og kviður sneri frani, höfnðið
var komið niður í miðja grind, en ekkert gekk þrátt fyrir sæmi-
legar hríðar. Töng reynd eftir langa bið, en allt sat fast. Loks
heppnaðist, með því að draga méð töluverðu átaki aftur á við með
„axetræk", að þvinga hnakkann nokkuð niður, og kom þá enni,
nef, munnur og haka niður með boganum að framan. Fósturlát 2:
1) Kona, multipara, veikluð og nýrnaveik og hafði látið fóstri áður,
fékk nú miklar blæðingar við áreynslu. Fóstrið tveggja mánaða.
2) Lausakona ca. 30 ára, í byrjun þriðja mánaðar. Revndi of mikið
á sig við Bretaþvott. Önnur fósturlát veit ég ekki um í héraðinu
og hygg, að þau hafi ekki verið fleiri. En siðastliðið sumar voru 2
þungaðar konur í sumarfríi hér á ferð. Voru þær með blæðingar.
Lét ég þær liggja nokkra daga og taka inn ópíum. Fóru þær héðan
frískar og héldu öllu sínu.
Stykkishólms. Vitjað 1ö sinnum til fæðandi kvenna og þar með
talin nokkur fósturlát. 4 sinnum lögð á töng. I öll skiptin heilsaðist
konum vel, en einu sinni var barnið dáið, er mín var vitjað.
Daht. 4 sinnum vitjað. Tilefni oftast litið. Fylgja sótt með hendi
einu sinni (2%o). Þann 1!>íi var mín vitjað á ný. Hafði konan þá
veikzt skyndilega með verk í kviðarholi, uppköstum og miklum hita.
Henni hafði ekki heilsazt eðlilega eftir fæðinguna og að jafnaði
verið subfebril. Við prontósíl, cardiazol etc. batnaði konunni bæði
fljótt og vel. Fóstri létu 2 konur.
Bíldudals. 7 sinnurn vitjað, 1 sinni lil að ná fastri fylgju, sem
tókst að ná með Credé, hin skiptin aðeins lil deyfinga í lok fæð-
ingar. 1 barn fæddist ineð klofinn góm. Ljósmæður geta ekki um
fósturlát. Nokkrir viðhafa getnaðarvarnir.
Flateijrar. 6 sinnum vitjað. Ekkert skiptið þurfti annað en gefa
pituitrín. I kona dó af barnsförum. Eg var ekki viðstaddur fæð-
inguna, sem gekk ágætlega. Blæðing var ekki nema eðlileg, en konan
fékk snert af eclampsia, meðan á fæðingunni stóð. Rétt eftir fæð-
inguna fékk hún yfirlið. Þá var sírnað til mín og ég beðinn að koma,
en þegar ég kom hér um hil hálftíma seinna, var konan dáin.
Hóls. Fæðingar ganga hér venjulega vel og eðlilega. Hjá einni
fjölbyrju var fylgjan sótt með hendi. 1 fósturlát kom fyrir á árinu,
er mín var vitjað til, og var konan send á sjúkrahús ísafjarðar og
skafin.
ísafj. 5 börn fæddust andvana og 1 líflítið, sem dó fljótlega eftir
fæðinguna. 2 tangarfæðingar voru á árinu, einu sinni gerður keis-
araskurður vegna placenta praevia og einu sinni gerð hysterectomia
totalis vegna ruptura uteri gravidi.
Ögur. Viðstaddur 3 fæðingar, og' þurfti þar engra sérstakra að-
gerða við. 1 fósturlát, konan 5 harna móðir. Margir reyna að tak-
marka barneignir, helzt þeir, sem sizt skyldi, en teksl misjafnlega.
2 undanfarin ár hefir ekkert barn fæðzl í einum hreppnum, Reykjar-
fjarðarhreppi.
Regkjarfj. Vitjað tvisvar á árinu, í fyrra sinni vegna grindar-
þrengsla. Var barnið tekið með töngum. í seinna skiptið vegna
varicoses vulvae et vaginae og blæðingarhættu. Konan fæddi hjálpar-