Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 110
108
fengizt tíl að gera neinar róttækar ráðsafanír í þessu rottumáli, en
ég lield, að svo sé komið, að ekki verði umflúið að grípa til ein-
hverra ráða.
Hóls. Viðvíkjandi híbýlum og þrifnaði hefir engin breyting orðið,
og vísast um það til fyrri ársskýrslna. Þó skal þess getið, að nit og
lns í hári sltólabarna virðist mér fara heldur minnkandi, enda hár
meira klippt.
Ögur. Undanfarin 2 ár hefir ekkert verið byggt í héraðinu. Ara-
tuginn næsta þar á undan var mikið byggt og víða góð hús úr steini,
en allvíða of stór; upphitun erfið. Enn eru þó íbúðarhúsin á mörg-
um býlum óhæf til mannabústaða. Margir höfðu ráðgert hyggingu,
er stríðið skall á, en ekkerl varð úr. Nú eru menn aftur farnir að hugsa
sér til hreyfings í byggingarmálunum og þá úr torfi og grjóti. Þrifn-
aður er góður að öðru leyti en lúsinni, útrýming hennar geng'ur erf-
iðleg'a, sérstaklega við sjóinn.
Reykjnrfj. Húsakynni fara batnandi í héraðinu. Þrifnaður víðast
sæmilegur innan húss, en utan húss er allt í óreiðu. Baráttan við
lúsina er óþrotleg og árangurslaus. Fjósin standa oftast við hæjar-
dyrnar með tilheyrandi haug og' er jafnframt salerni ábúendanna,
því að sérstök salerni eru óvíða og eru álitin munaður, þegar fjósið
er við höndina. Á Gjögri varla nothæft íveruhús og umgengni utan
húss hörmuleg.
Hölmavikvr. Húsakynni verst í sjávarþorpunum að norðanverðu
við Steingrímsfjörðinn og aðbúð fólks yfirleitt.
Miðfj. Engar nýbvggingar, enda erfitt um öflun byggingarefna og
þau dýr. Húsabætur mjög litlar á árinu.
Biönduós. Húsakynni hafa lítið breytzt á árinu, því að verðhækk-
unin hefir valdið því, að mjög hefir dregið iir byggingum. Þó hafa
fáeinir bæir verið byggðir upp að meira eða minna leyti. Kjallara-
íbúðir þekkjasl varla hér í kauptúnunum.
Sauðárkróks. Húsakynni víða slæm, bæði í kauptúninu og sveit-
inni. Engar nýbyggingar á árinu. Þrifnaður fer batnandi, en vantar
þó mikið á, að gott sé.
Ólafsfj. Ekkert íbúðarhús bygg't. á árinu. Talsvert unnið að húsa-
málningu. Lítið fer utanhússþrifnaði fram. Fjóshaugar halda sínu
gamla sæti á vetrum þrátt fvrir boð og bann. Frámunalegur sóða-
skapur á sér stað á fiskplönum <>g bryggju. l'er þessu sjálfsagt svona
iengi fram, meðan refsiákvæðum heilbrigðissamþykktarinnar er ekki
beitt og skilningur manna verður ekki meiri á þessum máluni.
Svarfdæla. Nýbyggingar húsa engar og endurbætur litlar vegna
dýrtíðar og skorts á byg'gingarefni.
Akureijrar. Húsakynni víða allsæmileg, en sums staðar þó lil mjög
léleg hreysi enn þá. Þrifnaður í betra lagi hér í bænum, eftir því sem
gerist hér á landi, en mætti þó vera mikln meiri en hann er enn þá
orðinn.
Höfðahverfis. Þrifnaður yfirleitt sæmilegur, sums staðar góður.
Til eru þó heimili, þar sem hann er undir meðallagi. Byggt upp á
einum bæ sleinsteypt hús. 1 hús á Grenivík endurbætt og sett í það
vatnssalerni.