Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 76
74
10/12 árs) á framfæri foreldranna. Ibúð: 2 herbergi og cldlnis.
Síðasta ár hefir maðurinn aðeins haft dýrtíðarvinnu.
S j ú k d ó m u r : Asthenia. Hyperemesis.
Félagslegar ástæður: Örbirgð og skortur.
7. 27 ára g. verkamanni í Reykjavík. Komin 6 vikur á leið. 3
fæðingar og 1 fóstureyðing á 6 árum. Börnin (6, 2% og \ x/i árs)
í umsjá foreldranna. íbúð: 1 herbergi og eldhús i Iélegum
kjallara. Maðurinn atvinnulaus og laefir legið á sjúkrahúsi. Er
á framfæri bæjarins.
5 j ú k d ó m u r : Asthenia.
Félagslegar ástæður: Örbirgð.
8. 44 ára g. bónda í Landeyjum. Komin 6—8 vikur á leið. !) fæð-
ingar og 1 fósturlát á 18 árum. 8 börn (18, 1(5, 14, 12, 9, 8, 5 og
3 ára) á framfæri foreldra. íbúð: Mjög litið timburhús. Bú-
stofn: 3 kýr, 65 ær.
Sjúkdómur: Asthenia (cholecystectomia i júní 1939).
F é 1 a g s 1 e g' a r á s t æ ð u r: Fátækt og ómegð.
9. 30 ára óg. atvinnulaus hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Komin
6 vikur á leið. 3 fæðingar á 6 árum. 2 börn (11 og 5 ára) í um-
sjá hennar. íbiið: 2 herbergi í gömhi timburhúsi. Eignalaus.
S j ú k d ó m u r: Asthma. Nephrolithiasis.
F é 1 a g s 1 e g a r á s t æ ð u r : Fátækt.
Vönun fór jafnframt fram á 10 konum (depressio mentis 3,
chorioretinitis, epilepsia, asthenia 2, uterus ventrifixatus, neuras-
thenia, ulcus jejuni).
Að öðru leyti Iáta læknar þessa getið:
Rvík. Vansköpuð börn voru 3. A einu þeirra, sem var andvana,
var gerð höfuðstunga. I’að hafði spina bifida. Annað hafði atresia
ani, og dó á öðrum degi. Á bið þriðja vantaði annað eyrað og er
sennilega heyrnarlaust á hinu. Auk þessara 3 barna fæddist í Lands-
spítalanum líflaust monstrum sem síðari tviburi. Konur, sem fæddu
á árinu, voru 875. Af þeim dóu 2, báðar í fæðingardeild Lands-
spítalans. Önnur þeirra fæddi heima andvana barn. Hún hafði
pyelitis og varð pyaemisk eftir fæðinguna. Krufning sýndi, að hún
hafði hal't para-nephritiskan abscessus. Hin konan hafði legið
heima vegna albuminuria. Hún hafði stór fibromyomata uteri. Fæð-
ing eðlileg, en 20 dögum síðan dó konan úr morbus cordis.
Borgnrfj. Tvisvar viðstaddur fæðingar. Önnur var tangarfæðing
vegna mjög þráláts sótlleysis, hin var eðlileg'. Konum og börnum
heilsaðist vel. Auk ]>ess var ég sóttur til konu, sem fæddi 6 mánaða
gamalt fóstur, dautt fyrir ca. mánuði. Þurfti engra áðgerða við.
Enginn abortus provocatus og ekki farið fram á slíkt.
Borgarnes. Af 18 fæðingum, sem ég var við, mátti heita að 10
væru eðlilegar. Þó eru það 8, sem sérstaklega skal um getið: 1) Fóta-
fæðing — erfitt að losa annan handlegginn. 2) Tviburafæðing
siðara barni þrýst út. 3 og 4) Blæðing eftir fæðingu — pituitrín og
slíkt. 5 og 6) Adynamia — töng. 7) Fóstrið svo fyrirferðarmikið
um herðarnar, að allt sat fast, er höfuðið var komið. Vön og dug-
leg Ijósmóðir gafst upp. Ég gal losað það með naumindum. 8) Prl"