Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 81
79
fékk skömmu síðar eðlilega blæðingu, að því er virtist, og þóttist
ég sleppa vei, því að sannast að segja vorkenndi ég báðum, einkum
þó konunni, sem ég vissi, að átti í raun og veru bágt.
Síðu. Primipara, 26 ára, hraust og vel sköpuð. Barnið sveinbarn,
óvenju höfuðstórt. Erfið töng. Kona, 31 árs, 2. fæðing. Vending og
framdráttur á síðara tvíbura. Ljósmæður geta ekki um fósturlát á
árinu, og munu þau engin hafa verið, ekki heldur abort. provoc.
Mýrdals. Aldrei vitjað á árinu til fæðingarhjálpar.
Eyrarbakka. 41 árs IV-para tók léttasótt að tvíburum, en fæðingin
gekk seint. Læknirinn hal'ði kumlaðan fingur og kveið aðgerð.
Flutti konuna á Landsspítalann yfir Hellisheiði (10. nóv.). Bjó um
hana í rúmi í 22 manna bifreið. Ferðin gekk að óskum. Konan
ól barn á spítalanum og farnaðist vel. Var kallaður til tveggja
kvenna, sein leystist höfn. Fóstrin voru ca. 12 og 14 vikna. Ekki
hefir verið leitað til mín á þessu ári í því skyni að fá framköllun
fósturláts, og skyldi maður þó ætla, að „ástandið“ væri ekki betra
nú en áður.
Grimsnes. 8 sinnum hjá sængurkonum. Oftast daufar hríðar.
1 barn fæddist andvana hjá 41 árs primipara. Töng lögð á hjá primi-
para ineð litlar hríðar, sein jukust ekkert við pituitrín.
Keflavíkur. 2 konur fengu eclampsia gravidarum, báðar primi-
parae. Var lögð töng á í báðum tilfellum, börnin tekin og lánaðist
vel. 1 tilfelli sitjandafæðing, en hjálpaðist með því, að burðinum
var þrýst lit. Fylg'ja föst í 1 tilfelli og varð að sækjast. Getið um
1 fósturlát. Læknis vitjað alls 9 sinnum.
V. Slysfarir.
Slysfaradauði og sjálfsmorð á síðasta áratug teljast sem hér segir:
1031 1032 1033 1034 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Siys ....... 57 53 112 55 90 102 51 75 55 93
Sjálfsmorð .. 6 4 16 12 8 15 9 15 12 12
Miðað við slysfaradauða er þetta slysaár miklu meira en síðast-
liðið ár og' drjúgt yfir meðaltal síðasta áratugs.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Talsvert slysaár. Nokkuð mikið kveðið að uinferðaslysum
vegna aukinnar umferðar síðara hluta ársins, sem aftur stafaði frá
hernámi landsins. Ekki kvað mjög mikið að drukknunum. Mesta sjó-
slysið var það, er bv. Bragi fórst við England 30. okt. vegna ásigl-
ingar af hernaðarástæðum, og drukknuðu þar 10 menn, en 3 komust
al'. Aðrar drukknanir manna frá Reykjavík, sem mér er kunnugt um,
voru þessar: 2 menn féllu út af skipum á rúmsjó, 2 menn drukknuðu
í skipakvíum í Englandi. Loks féllu 2 menn í sjóinn hér í höfninni
eða við hana. Sennilega hvort tveggja sjálfsmorð. 1 slökkviliðsmaður
beið bana af rafmagnsstraumi, er hann var að slökkva eld, sem kvikn-
að hafði í hermannaskála. Flest stærri slys, sein hér hafa komið fyrir,