Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 64
greri. Kunni maðurinn sér ekki lœli, þar sexn hann hafði áður liaft
óþægindi að staðaldri og alltaf orðið að g'anga með vafninga um
fótinn.
Akureyrar. Mörg tilfelli árlega.
Öxarfj. Æðahnútar (eczema og ulcera cruris oft með) eru afar títt
mannamein hér. Ég þóttist himin höndum tekið hafa, er dælinga-
lækning kom til sögu. Bati skjótur og mikill. Nú er það orðin reynsla
mín, að sá bati endist sjaldan yfir 2 ár og stundum aðeins misseri.
Sem slendur eru gúmsokkar aðaluppáhaldið.
Hróarstiingu. Maður rekst við og við á ulcus cruris, einkum á
konum.
Keflavikur. Sést við og við, og oftast sönm sjúklingar ár eftir ár.
D. Kvillar skólabarna.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum læknishéruðum
nema einu (Hafnarfj., vegna fráfalls héraðslæknis) og ná til 13462
barna.
Af þessum 13462 börnum voru 35 talin svo berklaveik við skoðun-
ina, að þeim var vísað frá kennslu, þ. e. 2,6%0. Önnur 27, þ. e. 2,0%c,
voru að vísu talin berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst í 1747 börnum, eða 13,6%, ög kláði á 149 börnum
í 19 héruðum, þ. e. 1,1%. Geitur fundust ekki í neinu barni, svo að
getið sé.
Við skoðunina ráku læknar utan Reykjavikur sig á 349 af 9369
börnum með ýmsa aðra næma kvilla, þ. e. 3,7%. Skiptust kvillar
þeirra sem hér segir:
Angina tonsillaris ..................... 19
Catarrhus resp. acutus ................ 183
Dysenteria .............................. 3
Febris rheumatica ....................... 3
Herpes zoster ........................... 2
Impetigo contagiosa .................... 19
Oxyuriasis ............................. 1
Rubeolae .............................. 111
Stomatitis acuta ....................... 1
Varicellae .............................. 7
Samtals 349
Tannskemmdir höfðu 5375 börn utan Rvik, eða 60,8% af þeim, sem
upplýsingar eru fyrir hendi um að því leyti.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. (4093 börn skoðuð.) í Viðeyjarbarnaskóla: Eitlaþroti
2, eitlingaauki 2. í Seltjarnarnesbarnaskóla: Eitlaþroti 3,
eitlingaauki 10, hx-yggskekkja 5, sjóngallar 2, heyrnardeyfa 1. í
A u s t u r h æ j a r b a r n a s k ó 1 a : Beinkröm 73, blóðleysi 48, eitlabólga