Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 202
flytti þær á vinnuhæli á afskekktum stnfí og léti þær báa þar við holla
vinnu, gott atlæti og heilbrigðan aga. Siðan yrðu jafnóðum fluttar á
slíkt eða slík hæli þær konur, sem í þenna hóp kunna að bætast. Þætti
mér vel mega svo fara, að þetta hefði ekki óholl áhrif á álit alrnenn-
ings á lausungarlifnaði, um leið og það mætti vekja nokkurn ótta
meðal kvenna, því til varnaðar, að þær leggi jafn gálauslega og áður
út á hið tæpasta vað léttúðugs lífernis.
Um stúlkubörn á ósjálfráða aldri er öðru máli að g'eg'na en hið full-
orðna kvenfólk. Þau bera að lögum ekki ábyrgð á sjálfum sér. Hér
geta foreldrar og aðrir forráðamenn, barnaverndarnefnd og hlutað-
eigandi yfirvöld ekki horft aðgerðarlaus á. Ef lögreglan hefir nokkurn
veginn rétt fyrir sér, er framferði stúlkubarna hér í bænum þannig,
að Reykjavík má heita ein uppeldisstöð fyrir skækjur, stóruin iík-
legri tii áhrifa á framtíðarkonur höfuðstaðarins en aliar kirkjur og
skólar hans samanlagðir. Ef slíkt fær að viðgangast til lengdar, má
fara nærri um, hver áhrif það muni hafá á framtíð þjóðarinnar, ekki
sízt ef landið verður um öfyrirsjáanlegan tíma hernaðarstöð erlendra
stórvelda og aðsetursstaður setuliðsmanna tugþúsundum saman. Sé
ég ekki betur en að því stefni, að ísland verði þá aðallega vændis-
kvennabúr fyrir þau stórveldi, sein hingað telja sig eiga erindi, og ef
til vill fyrst og fremst á þann hátt „útvörður“ hinnar svo kölluðu
menningar.
Hér virðist vera komið í það óefni, að vettlingatök komi ekki að
lialdi. Ég mundi þannig vænta mér lilils af því, að tekið væri eitt og
eitt stúlkubarn úr liinuni fjölmenna hópi þeirra, sem á glapstigum
eru, og því ráðstafað. Lítið uppeidishæli vandræðabarna mundi og
iítið stoða. Almennar siðferðisprédikanir enn minna. „Vandræðin"
virðast hafa gripið svo um sig, að full ástæða væri tii afí flytja öll
stúlkubörn 12—16 ára fyrst um sinn burt úr bænum og ráðstafa þeim
við góð uppeldisskilyrði utan bæjar, þar sem ekkert setulið er. Síðan
mætti smátt og' smátt heimila þeim stúlkum innflutning í bæinn aftur,
sem ástæða þætti til að treysta, enda væri haft nákvæmt eftirlit með
þeim og þær tafarlaust fluttar burt á ný, ef út af bæri.
í Reykjavík munu vera fermdar um 300 stúlkur á ári, og ættu sam-
kvæmt því 12—16 ára stúlkur í bænum að vera samtals um 1200.
Yrði að sjálfsögðu vandkvæðum bundið að koma þeinx fjölda fvrir á
viðunandi stöðum utan bæjar og þó ekki öframkvæmanlegt, ef menn
gerðu sér ljóst, hvað hér er í húfi.
Hið minnsta, sem mér skilst að gera ætti í þessu vandræðamáli höf-
uðstaðarins og þar með allrar þjóðarinnar, er þetta:
1) Þær vændiskonur bæjarins, er hafa skækjulifnað að atvinnu,
séu fluttar burtu af lögreglunni og einangraðar á vinnuhæli, sbr. það,
er áður segir.
2) Stúlkubörn þau, er lögreglan hefir örugg gögn um, að séu á
hættulegum glapstigum, séu á vegum barnaverndarnefndar flutt
burtu úr bænum og komið fyrir í fleiri eða færri stofnunum utan
bæjar. Dettur mér helzt í hug, að einhverjir héraðsskólarnir verði at
þessari illu nauðsyn, er svo mjög varðar þjóðina alla, látnir hætta
sínum störfum í bili og lánaðir til þessarar starfsemi.