Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 116
114
búar hrófla upp skúrum eða einhverjum ámóta hreysum í algerðu
heimildarleysi byggingarnefndar og heilbrigðisnefndar og nota sem
gripahús með mykjuhauga og annan slíkan óþverra umhverfis og
sums staðar rétt utan við glugga íbúðarhúsanna. Verða þetta hin
mestu bæjarlýti, að ógleymdum flugnafansi og ólykt, sem af þessu
stafar.
Höföahverfis. A Grenivík eiga flestir heimilisfeður 1—2 kýr, svo
að þeir hafa nægilega mjólk til heimilisþarfa. Næg mjólk er i sveit-
inni að vetrinum, minni þann tíma, sem hún er seld til Akureyrar
sumar- og haustmánuðina.
Þistilfj. Mjólkurframleiðsla sæmilega nægileg á Þórshöfn mestallt
árið. Venjulega er þó skortur á mjólk seinni part sumars og á haustin.
Mjólkursala engin, að heitið geti.
SeyÖis/j. Ekkert mjólkursamlag, en oftast næg mjólk. Um 120 kýr
eru í bænum. Lítil sem engin mjólk kemur að.
Norð/j. Mjóllcurframleiðslan vex og notast mest sem nýmjólkur-
neyzla. Meðferð mjólkurinn batnar aðeins á yfirborðinu, svo sem
flutningur hennar og sala á flöskum, oft með hettum yfir. Skortur
liefir þó verið á hettuin og þá notaðir ófagrir og ósoðnir tappar. Þeir
verða aftur of dýrir, og þá kemur alls konar úrgangspappír í stað-
inn. Verst er þó meðferð mjólkurinn á sveitaheimilunum — salernis-
lausum. Fjósin, bæði ný og görnul, yfirleitt notuð til að hægja sér í.
Enn eru helzt valdar gamlar konur, sem engum þrifnaði hafa vanizt,
til mjaltanna. Enn er tekið til þess, ef ung húsmóðir vill láta þvo
hendur mjaltakonunnar eða júgur beljunnar. Flöskurnar skolaðar
einhvern tíma sólarhringsins, en á sumrum oft ekki liðið langt á dag-
inn, þegar mjólkin er farin að súrna. Ivvöldmjólkinni er stundum
hellt á flöskurnar á kvöldin, en af einhverjum dularfullum ástæðum
verða flöskurnar að standa opnar yfir nóttina með þeirn afleiðingum,
að stútarnir eru hálffnllir af flugum, þegar neytendurnir taka við
þeim. Með öðrum orðum: Menn og konur skilja ekkert í því, sem
þau eru að gera. Er varla við að búast, að vel fari. Væri það ógagn-
legasta námsskeiðið, ef mjólkurframleiðendum væri kennd meðferð
mjólkur frá upphafi?
fíerufj. Mjólkursala er engin nema lílils háttar manna á milli í
þorpinu.
Vestmannaeyja. Engar breytingar á árinu. Eftirlit með fjósum og
birðingu víða ábóta vant.
Keflavikur. Framleiðsla mjólkur töluverð og neyzla allmikil. Er
líka seld til Reykjavíkur.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Skömmtun á kaffi, sem upp var lekin ásamt sköinmtun erlendrar
nauðsynjavöru, virðist hafa verið svo rífleg, að yfirleitt hafi svarað
kröfum manna um þá vöru, og mun hún þess vegna ekki hafa haft
veruleg áhrif á kaffineyzluna í landinu. Skömmtun áfengis, sem gripið
var til, er áfengisnautn þótti ganga úr ðllu hófi fyrir aukna kaup-
getu almennings og talin hættulegri en ella vegna sambúðar við hið
erlenda setulið, gaf ekki góða raun.