Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 56
54
spítalanuni. Tekið sig upp í báðum. 2 nýir sjúklingar á árinu (á mán-
aðarskrá 1): 78 ára gömul kona með ca. maxillae inoperabilis og 30
ára kona (tengdadóttir hinnar eldri) með ca. maminae. Skorin á
Landsspítalanum.
Berufi. 4 tilfelli (á mánaðarskrá 1), þar af 2 áður skráð, er fengu
nú metastasis og' dóu. Hin voru 67 ára karlmaður með ca. ventriculi
og 17 ára unglingur með sarcoma í articulatio talo-cruralis (amputatio
femoris).
Hornafi. 2 sjúklingar (á mánaðarskrá 1) dó á árinu, annar frá
fyrra ári, kona, með ca. uteri, hinn 64 ára bóndi með ca. ventriculi.
Síðu. 2 sjúklingar (á mánaðarskrá 1) dóu úr ca. ventriculi, kona,
sem 30—40 ár hafði gengið með fistil frá lifur eftir sullaskurð, og
karlmaður á áttræðisaldri.
Eyrarbakka. 4 sjúklingar (á mánaðarskrá 3), allir lifandi í árs-
lok, en örlög þeirra annars sýnilega ráðin. Á árinu dó 1 þeirra, sem
eftir voru á skrá í árslok 1939.
Grimsnes. 5 tilfelli alls, þar af 2 frá fvrra ári. Allir sjúklinganna
dánir í árslok, svo að árangurinn er þar ekki g'læsilegur. Flestir koma
það seint til læknis, að aðgerðir verða árangurslausar.
Keflavíkur. 1 kona skráð með cancer mammae (á mánaðarskrá
enginn).
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Töflur V—VI.
Sjúklingafiöldi 1930—1939:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl........ „ 2 „ 6 5 1 2 „ 1 2
Getið er um 2 sjúklinga í Reykjavík.
r
C. Ymsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Nokkrir læknar geta um algengustu kvilla, sem þeir fá til með-
ferðar, svo sem:
Borgarnes. Algengustu kvillar: Tannsjúkdómar 190, slys 174, húð-
sjúkdómar 63, ígerðir 71, gigt 56, augnsjúkdómar 42, eyrnasjúk-
dómar 18, brjósthimnubólga 12, blöðrubólga 13, sjúkdómar í æðum,
hjarta og blóði 34, eitlabólga 17, botnlangabólga 15, taugaveiklun 32,
langvinnir maga- og' þarmasjúkdómar 33 o. s. frv.
Ólafsvikur. Eins og að undanförnu er tíðast blóðleysi, tann-
skemmdir, taugaveiklun, ýmsir húðsjúkdómar, ígerðir, gigtveiki og
smámeiðsli.
Ögur. Langalgengastir eru tannsjúkdómar, þá kemur gigtin, hjarta-
sjúkdómar, taugaslappleiki og blóðleysi. Húðsjúkdómar eru mjög'
algengir, og eru sumar ættir gegnsýrðar af þeim.
Regkjarfi. Algengustu sjúkdómar eru sjúkdómar í meltingarfærum