Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 60
58
hefði illa haldið reglur um matarræði, eftir að heim kom, enda niun
fljótlega hafa sótt í sama horfið. Fannst mér hún harla ófróð um
matarhæfið, auk þess sem erfiðleikarnir eru mjög miklir, ef ekki
óviðráðanlegir, að haga því svo, að nokkur von sé.að halda sjúkdóm-
inum í skefjum.
Hornafj. Diabetes hafa 2 konur, sem mér er kunnugt um. Önnur
notar insúlin daglega. Hin átti einnig að nota það daglega, en tók
brátt að trassa það og' er nú alveg hætt og segist engan mun finna á
sér. Hún hefir alla tíð verið hraust, aldrei grafið í skeinu, aldrei þorst-
lát eða matgráðug, en grannholda. 1931 hrénndist hún á andliti,
grunnt þó, en greri seint og illa og með ljótuin örum. 1937 otitis media
e. mastoidite. Skorin upp á Landsspítalanum, og kom þá í ljós, að hún
háfði háan blóðsykur, sem lét ekki undan insúlíni. Fékk hún shock,
fyrr en blóðsykurinn yrði normal. Ekki vildi hætta að grafa í eyrum,
og kom hún heim með útferð hæði úr eyra og fistli. Eftir 2 ár facialis-
lömun, og skömmu síðar greri fistillinn. Enn þann dag í dag er lit-
ferð úr eyranu (þrátt fyrir rívanólskolanir við og við), að vísu smá-
minnkandi. Annars verður hún sem sagt ekki vör neinna diabetes-
einkenna, þó að hún sé löngu hætt við insúlínið, en segist að vísu
reyna að halda sé nokkurn veginn á diæt.
Síða. Tekin var tá af sjúklingi með gangraena diabetica.
6. Dvstrophia musculorum progressiva.
Ögar. Unglingspiltur.
7. Encephalitis.
Seyðisfj. Encephalitis er talin dánarorsök 50 ára karlmanns, sem
lagður var inn á sjúkrahúsið með heilaeinkenni og dó eftir nokkra
daga.
Regkdæla. 11 ára gömul telpa lézt úr encephalitis post vaccina-
tionem.
8. Endocarditis lenta.
Berufj. 1 tilfelli. Sjúkdómsgreining Landsspítalans.
9. Erysipeloid.
Alls er á mánaðarskrám greint frá 12 sjúklingum í 3 héruðum.
Skiptast þeir eftir héruðum, aldri og kynferði, sem hér segir: Seyðis-
íj.: 30—40 ára, m. 2. Xorðfj.: 10—15 ára, 1; 20—30 ára. k. 1; 30—40
ára, k. 3. Keflavíkur: 15—20 ára, k. 1; 30—40 ára, m. 2, k. 1; 40—60
ára, k. 1. ÖIl komu þessi tilfelli fyrir í mánuðunum október og nóvem-
ber, nema 2 í ágúst (í Norðfj.).
Borgarnes. Með minna móti.
Dala. Erysipeloid sá ég nokkrum sinnum í sláturtíðinni.
Bildudals. Nokkur tilfelli síðast liðið haust.
Akuregrar. Gerir alltaf eitthvað vart við sig í sláturtíðinni.
Höfðahverfis. Kona leitaði mín með ervsipeloid á fingri.
Hróarstungu. Eryispeloid kemur fyrir oftast á hverju hausti í slát-
urtíð. Virðist þó vera áraskipti að því, hve tíður kvilli þetta er. Sum
tilfelli mjög þrálát. Mörg tilfelli batna oft fljótt við prontósil.
Segðisfj. Erysipeloíd er alltaf talsvert algengt i sláturtíðinni, aðal-
lega í fingrum kvenna.