Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 59
57
Reykdæla. Ég þykist geta fullyrt, að áberandi sjúkdóma vegna fjör-
efnaskorts (scorbutus, beri-beri, pellagra etc.) hefi ég enga séð, nema
litils háttar rachitis í tvö skipti (barn á öðru ári).
Öxarfj. Fjörefnaskortur virðist talsvert algengur, eða að minnsta
kosti einhver bölvun, sem batnar við fjörefnalvf. Stöðug útivinna og
sólskin virðist hafa sama varnar- og' lækningakraft, gott skap og gleði
mikinn, en þessar veilur gera aðallega vart við sig á útmánuðum og
snemma vors. Þó vil ég taka fram: Ég hefi ekki séð sólina eina lækna
skyrbjúg (ég' á ekki við C-bætiefnaskort á lágu stigi).
Hróarstungu. Avitaminoses, get ég ekki sagt, aðéghafi séð með nein-
um greinilegum einkennum. Alít ég', að þetta sé því að þakka, að
hér er víðast hvar nægileg mjólk mest allt árið, og á vetrum eru
mæður farnar að gel'a börnum lýsi. G.arðmatur er og talsvert notaður.
Hornafí. í héraðiou er kona, sem árum saman hefir kvalizt af gigt,
einkum í fótum. Fær oft smá haematom af litlum eða engum áverk-
um. Hefir hún hvað eftir annað farið til Reykjavíkur, gengið þar í
nudd, rafmagn, diathermi, ljós og stuttbylgjur, étið kynstur af alls
konar pillum, fengið legio af ýmiss konar inndælingum, en ekkert
dugað nema rétt í bili. Er ég' las grein Sigurjóns Jónssonar læknis
um C-vítamín við gigt, datt mér í hug að reyna það við þessa konu.
Og viti menn: Eftir viku notkun á 2 askorbíntöflum á dag sagðist
hún véra betri en nokkurn tíma síðustu ö árin. Er hún síðan miklu
skárri, þó að ekki sé hún albata, enda hefir hún auk þess morbus
cordis og achylia gastrica. Hún hefir reynt að halda sér við á skarfa-
káli, en það vill ekki duga, og þarf hún askorbín við og við.
Vestmannaeijja. Ekki er hægt að seg'ja, að mikið beri á beinkröm,
en þó nóg til þess, að betur væri, að hún hyrfi með ölln. Ég hefi
talað um það við lækna hér, og gerum við það nú allir, að gefa hverju
einasta barni, sem fæðist eftir miðsumar og til miðsvetrar, vigantol
(últranól og calciferól) til varnar veikinni, og ætlazt ég' til, þar sem
börnin auk þess fá oftast þorskalýsi, að veikin hverfi með öllu úr
börnum hér. Vitaskuld er brýnt fyrir mæðrum að koma ungbörnum
út i sólina, þegar þess er kostur, og þær varaðar við að byrgja börnin
1 barnavögnum. Lítið borið á B-vítamínskorti, síðan fólk fór að rækta
meira garðamat. Sömuleiðis borða menn nú meira en áður hrogn og
lifur á vertíðinni.
4. Caries dentium.
Borgarnes. Mér virðist frekar vera að draga úr tannskeinmdum,
sem stafar liklega af bættri meðferð.
5. Diabetes.
Blönduós. Áreiðanlega mjög sjaldgæfur sjúkdómur hér. Undán-
farin ár hefir mér aðeins verið kunnugt um 1 karlmann, sein hefir
sykursýki á mjög háu stigi, en nú bættist við kona yfir fimmtugt, sem
hefir hana talsvert magnaða og verður að nota insúlín. Kona jiessi
er af danskri diabetesætt.
Akureyrar. Sykursýki hafa 2 sjúklingar hér á allháu stigi, og fá
báðir reglubundnar insúlíngjafir og sykursýkisfæði.
Norðfí. Kona um sextugt. Eftir vist á Landsspítalanum var gluco-
suria horfin, án insúlíns. Hún á heima í sveit, og skildist mér, að hún