Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 112
110
Vestmannaeijja. Húsakynni lík og undanfarin ár. Aðeins 2 hús
reist, hvorugt fullgert. Þrifnaður svipaður og undanfarin ár, er þó
heldur á framfarbraut. Talsvert verið unnið að holræsa- og gatnagerð.
Grimsnes. Húsabyggingar liggja niðri að inestu vegna stríðsins.
Keflavikur. Nýbyggingum fjölgar talsvert, og er allur frágangur á
þeim hinn bezti. Þrit'naður færist líka í vöxt með þessuin nýju húsum.
5. Fatnaður og matargerð.
Hernaðarástandið mun litilli breytingu hafa valdið á mataræði
manna. Skömmtun eriendrar nauðsynjavöru var að vísu þegar komið
á, en skammturinn hins vegar svo ríflegur, að nokkurn veginn hefir
svarað fyrri venju. Almennari betri afkoma og aukin kaupgeta allrar
alþýðu hefir og' nokkuð hamlað upp á móti hinni miklu verðhækkun
innlendrar vöru. Þó má áreiðanlega gera ráð fyrir minni neyzlu
eggja og smjörs fyrir þurrð þeirrar vöru vegna eftirspurnar setu-
liðsins.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Lítil framför um fatnað og matargerð, nema helzt í auk-
inni ræktun grænmetis, en ósköp er hún í smáum stíl víðast hvar.
Borgarnes. Fjöldi fólks klæðist heimaunnum nærfötum, prjónuð-
um í vélum, utanhafnarfötum úr íslenzkum verksmiðjudúkum, ef til
vill vinnufötum og kápum frá vinnufatagerð í Reykjavík. 1 sveit-
inni er sums staðar farið að nota heimaunna skó eins og í gamla daga
og svo ódýra gúmskó.
Ólafsvíknr. Vegna batnandi afkomu er fatnaður mun meiri og betri
en að undanförnu. Matur er nógur og' mun yfirleitt vera sæmilega
tilhúinn.
Stykkisliólms. Fólk bakar minna af alls konar „sætabrauði" en
áður. Sennilega á sykurskömmtunin einhvern þátt í því.
Flateyjar. Ullarnærföt notuð, þó minna en skyldi. Þar utan yfir
hlá nankinsföt oftast. Sjaldahafnarföt úr Gefjunardúk. Farið er að
nota meira leðurskófatnað í stað gúmskófatnaðarins. Matur: Kjöt
(fremur lítið), fiskur, kartöflur og mjóllc (aðalmaturinn) og svo
slátur. Mjólkin er þó ekki meiri en það, að allir í þorpinu eða flest-
allir munu nota smjörlíki til viðbits, því að smjör er erfitt að fá.
Garðræktinni fer lítið fram. Örfáir eru þó að reyna að pota niður
nokkrum kálplöntum á vorin. Hræddur er ég um, að talsverð brögð
séu að fjörefnisskorti í f<æðu manna, einkum C-skorti.
Bíldudals. Matjurtaát færist stöðugt í vöxt, og viðurværi almenn-
ings virðist sæmilegt.
Þingeyrar. Flestir þorpsbúar hafa nægilegt fyrir sig að leggja af
sauðfjárafurðum og sumir meira. Síðastliðið haust kom af fjalli ná-
lega 2000 fjár, er þorpsbúar áttu. Garðrækt eykst með ári hverju í
öllu héraðinu.
Iíóls. Tilfinnanleg vöntun á nógu og góðu vatni (vatnsleiðslu), og
svo er fráræsla mjög lítil.
Ögur. G,rænmetisræktun mun heldur aukast, sérstaklega grænkáls,
enda má segja, að fáar grænmetistegundir þrífist hetur á íslandi en