Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 80
78
á voveiflegan hátt. Hún ól nú 14. og 15. barnið. Hin giptist rosknum
ekkjumanni, sem nú er 63 ára. Mig minnir, að nú fæddist 7. og 8.
barn þeirra. Þau eigi heima úti á Tjörnesi, örsnauð og kofarnir
hriplekt greni. Einkasonur hóndans af fyrra hjónabandi þrælar fyrir
öllu saman.
Þistilfi. Konur óska mjög almennt eftir að fá svæfingu við fæð-
ingar. Fósturlát hjá 25 ára frumbyrju, tvíburar á 6. mánuði. Konan
var búin að vera mikið veik af gulu ca. mánaðartíma. Batnaði gulan
snögglega fáum dögum eftir fósturlátið.
Vopnnfj. Vitjað lil 4 sængurkvenna á árinu. 3 fæddu sjálfkrafa,
en 2 fengu lítils háttar deyfingu. Hjá 4. konunni, sem fæddi í fyrsta
sinn, gekk fæðing seint, og konan var óróleg. Er ha'fileg útvikkun
var fengin, var konan svæfð og barnið tekið með töngum. Saumuð
ruptura perinei.
Seijðisfj. Ekkert fósturlát. Abortus provocatus kom aldrei til
greina. Lítið er um, að fólk leiti sér upplýsinga um takmörkun barn-
eigna. í því virðist fólk vera vel að sér, því að alltaf fækkar fæð-
ingum.
Norðfj. Viðstaddur 11 fæðingar, flestar aðeins til deyfingar. Tvisvar
tangartaka vegna óregiulegra fósturhljóða, hvort tveggja á primi-
para, önnur 33 ára. Eftir fósturlát tvisvar gerð abrasio mucosae uteri
vegna blæðinga. Við abortus septicus var gerð evacuatio uteri og
prontósíl-meðferð á el'tir. Stúlkan lifði.
Fáskrúðsfj. 1 kona dó á fyrsta degi eftir fósturlát. Hafði mb.
cordis. 1 tvíburafæðing', seinna barnið í þverlegu, gerð vending og
framdráttur, barnið andvana. Fyrri tvíburinn fæddist með fullu lífi,
fótarfæðing. Önnur tvíburafæðing: Fyrra barnið í sitjandastöðu og
fæddist kl. 13. En kl. 14 fer legvatnið, og vinstri hönd ber að. Eftir
11 tíma kom læknir og gerði vendingu og framdrátt.
Bernfj. 8 sinnum vitjað til sængurkvenna. í 5 tilfellum annaðhvort
um að ræða sótlleysi eða óskað eftir deyfingu. Einu sinni þurfti
að taka barn með töng, einu sinni að losa fylgju með hendi að
innan. 1 kona, XV-para hafði placenta praevia marginalis. Var flutt
á sjúkraskýlið og féklc mikla blæðingu, er leið að fæðingu. Eftir að
búið var að koma af stað sótt, var gerð vending á fæti. Barnið var
aðeins með lífsmarki, er það náðist, en ekki tókst að lífga það. Kon-
unni heilsaðist vel.
Hornafj. Var viðstaddur 9 fæðingar af 20 í héraðinu. Oftast aðeins
til deyfingar. Gaf einu sinni pitúitrín, saumaði tvisvar smásprungur
og þrýsti 1 sinni út fylgju. 1 fósturlát vissi ég um, en ljósmæður
geta einskis. Stúlka uin tvítugt og kona um fertugt báðu mig fyrir
guðs skuld að losa sig við fóstur. Kvaðst stúlkan rnundu, ef ég neit-
aði sér, útvega sér fóstureyðandi pillur, sem hún vissi til, að læknar
í Reykjavik létu úti. Konan, sem á við erfið kjör að búa, gipt fötl-
uðum manni, á 3 börn, var ekki mönnum sinnandi og hafði við orð
að fyrirfara sér, ef ég' vildi ekki hjálpa henni. Ég revndi að útlista
lyrir þeim alla málavöxtu, hughreysta þær og telja um fyrir þeim,
sem bezt ég kunni, en hummaði þær annars fram af mér. Um stúlk-
una vissi ég svo ekki meir, nema barnið er ókomið enn. En konan