Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 36
34
Bildudals. Faraldur í júní og júlí, þar af 3 tilfelli samtímis á sama
heimilinu. Veikin vlrtist allgreinileg, eftir því sem henni er lýst, en
í engu tilfelli gat ég þó greint núningshljóð.
25. Mænusótt (poliomyelitis anterior ac.uta).
Töflur II, III og IV, 25.
.S júklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1931 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl........ 11 81 3 7 300 53 5 81 12 3
Dánir ....... „ 15 1 1 29 5 2 3
Stakk sér niður í 3 héruðum (Blönduós, Fljótsdals og Reyðarfj.),
1 sjúklingur í stað.
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. Bílstjóri á Blönduósi á fertugsaldri veiktist. Var veikin
íremur væg, enda slapp hann við lamanir. Ég gaf í þessu tilfelli þegar
i byrjun B-fjörefni (betamin fortior) undir húð, en þeirri reglu hefi
ég fylgt undanfarið. Ég hefi tekið þá aðferð upp hjá sjálfum mér,
finnst hún reynandi og skynsamlegri en flest annað, þólt hólgan sé
ekki í sjálfum úttaugunum, heldur i mænustöðvunum.
26. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
S júklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl........ (56 112 181 218 140 171 109 145 129 171
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Hefir stungið sér niður allt árið.
Sauðúrkróks. Verður vart nokkra mánuði ársins, en aðeins einstök
tilfelli.
Svarfdæla. Varð vart í júlí og ágúst sem faraldurs. Stendur yfir í ca.
viku og gerir smábörnum mikil óþægindi við matartekju, svo að
þau lcggja af.
Hróarstungu. Sést alltaf við og við (ekki skráð).
Hornafj. Ekki sjáanlegt samband milli tilfellanna.
Keflavíkur. Varð ekki vart.
27. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 27.
Sjúklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl........ 184 201 351 315 178 256 292 385 292 245
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Hefir gert talsvert mikið vart við sig, einkum á vorinu.
Skipaskaga. Varð vart.