Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 33
31
Vestmannaeijja. 2 tilfelli (hvorugt skráð) af berklauppruna (ný-
smitanir). Smitberi fannst og var komið á hæli.
20. Ristill (herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 20.
Sjúklingafföldi 1931—1940:
19,11 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl......... 3 14 19 20 72 47 64 62 63 70
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Talsvert hefir borið á þessum kvilla á árinu.
Stykkishólms. Af vangá hafa 3 sjúklingar með þennan kvilla
l'allið af mánaðarskrám.
Sauðárkróks. Ekkert tilfelli skráð á mánaðarskrá, en cg mun hafa
séð 3—4 tilfelli á árinu.
Svarfdæta. Enginn faraldur, en stakk sér niður eins og oft áður.
Akureijrar. Ekkert tilfelli mjög slæmt.
Öxarfj. Sést árlega (ekkert skráð i þetta sinn).
Keflavikur. Nokkur tilfeili.
21. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 21.
S júklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl......... 89 199 62 21 6 43 72 33 4 38
Allmikill faraldur í 1 héraði (Vestmannaeyja).
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Hefir ekki komið fyrir í héraðinu á árinu, svo að vitað sé.
Blönduós. Hefir ekki gengið sem farsótt, en 33 ára gamall maður
tekk gulu, sem ég bjóst við í fyrstu, að væri venjulegur icterus epi-
demicus, en reyndist cholangitis septica, sein dró hann til dauða á
fáum dögum.
Ólafsfj. Aðeins 1 tilfelli er skráð (ekki á mánaðarskrá), en senni-
lega kveður meira að þeim kvilla.
Vestmannaeyja. Hefir talsvert gert vart við sig, og er hvimleiður
sjúkdómur. Tekur veikin 3—4 vikur að batna, og eru unglingar og
börn iðulega veikluleg og horuð að veikinni afstaðinni. Önnur eru á
hinn bóginn allspræk, liggja stutt, fara snemma út í barnahópa og
leika sér, en smita svo lit frá sér, þótt margítrekað sé við foreldra og
vandamenn að halda börnunum einangruðum heima, meðan sinitun-
arhætta er að þeim.
22. Kossageit (impetigo contagiosa).
Töflur: II, III og IV, 22.
.S' júklingafjöldi 1931-—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
61 72 102 70 43 63 46 60 124 289
Sjúkl.