Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 134
132
um leið og skólaskoðun fór fram. í hinum umdæmunum fór bólu-
setning fram á venjulegan hátt.
Borgarfj. Bólusetningar féllu niður að þessu sinni.
Borgarnes. Bólusetning' ekki framkvæmd nema í sumum hreppum
héraðsins, vegna þess að börn voru fá á þeim aldri og svo sifelldar
kvef- og iðrapestir að ganga.
Olafsvikur. Bólusetning fórst fyrir í Staðarsveit fyrir vangá eða
trassaskap ljósmóðurinnar.
Stykkishólms. Féllu niður að þessu sinni.
Flateyjar. Bólusetning fór fram í Flateyjarhreppi. I Múlahreppi ekki.
Bildudals. Bólusetning fór fram í báðum hreppum héraðsins, að því
er virðist með góðum árangri.
Ögur. Engar bólusetningar fóru fram á árinu.
Hesteyrar. Ekki var bólusett í Norður-Grunnavíkurumdæmi vegna
vöntunar á bóluefni, og sama er að segja um Vestur-Sléttuhrepp.
Vantar skýrslur frá Vestur-Grunnavíkur- og Norður-Sléttuhreppi.
Reykjarfj. Bólusetningar fórust fyrir á árinu, vegna þess að bólu-
efni barst ekki.
Miðfj. Bólusetningar féllu að þessu sinni hvergi niður, enda ríkt
eftir því gengið, að þær séu framkvæmdar alls staðar.
Blönduós. Bólusetningar eru í ólestri og komið upp í vana að
trassa þær.
Sauðárkróks. Bólusetning fór fram í Sllum umdæmum nema einu,
Silfrastaðaumdæmi. Þar féll hún niður vegna vanrækslu ljósmóður.
Ólafsfj. Síðast í apríl voru fermingarbörn bólusett með gömlu,
dönsku bóluefni. Aðalbólusetning fór fram síðast í nóvember með
nvja bóluefninu. Kom bólan út á hverju einasta barni. Mörg börn
fengu olurlítinn bita, er bólan var að koma út.
Svarfdæla. Bólusetning fór aðeins fram á Dalvik og í Hrísey. Var
illa sótt á Dalvík og' borið við kuldatíð. Bóluefnið var í óheppilegum
ilátum, mjóurn glerpipum, ódrjúgt og hætt við sóttmengun, enda
veiktust nokkur börn venju fremur hastarlega af bólusetningunni.
Akureyrar. Bólusetning féll niður á árinu sökum þess, hvað bólu-
efnið kom seint, og slæmt kvef g'ekk, þegar bóluefnið loksins kom.
Höfðahvcrfis. Bólusetning fór fram i héraðinu síðastliðið haust,
kom bólan vel út, en nokkrir krakkar fengu dálitinn hita og mikla
bólgu út frá bólunum.
Reykdæla. Bólusetningin fór frain síöast í október og fyrst í nóv-
ember. Nokkur brögð voru að því, að börnin, einkum hin frumbólu-
settu, veiktust eftir bólusetninguna. Bólusetjari Skútustaðauindæmis
segir t. d. í athugasemd: „Frumbóluselningarbörnin veiktust öll með
hita, allt að 40° (sum þeirra).“ Hinar ljósmæðurnar geta ekki sér-
staklega um veikindi, en þó mun hið sama hafa átt sér stað i hinuni
umdæmunum líka. 11 ára gömul telpa í Laxárdal fékk eftir bólusetn-
inguna encephalitis acuta, sem varð henni að bana. Hún var bólu-
sett 4. nóvember. 2 dögum síðar veiktist hún með allháum hita (39,7
hæst). Lá 4 daga, fór þá á fætur hitalaus og, að því er virtist, vel frísk.
3 dögum síðar fór að bera á krampaskjálftaköstum, óstyrk og ein-
kennilegu svefngengilsástandi. 2 dögum síðar var ég sóttur, og hafði