Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 21
19
Vestmannaeyja. Ekki gert vart við sig á árinu. Varð veikinnar var
fyrstu ár mín ,í héraðinu, en hin síðari ekki. Getið er þó um sepsis
post abortum (1 tilfelli) á sjúkrahúsi.
6. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, 6.
S júklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl........ 167 167 128 147 160 91 97 105 79 75
Dánir ....... „ 1 1 1 2 2 1 1 „ 1
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Nokkrir sjúklingar á víð og dreif allt árið.
Miðfj. 3 tilfelli skráð, þar af 1 allsvæsið.
Blönduós. Kom aðeins fyrir einu sinni, fékk hana ung stúlka, sem
varð allmikið veik, enda hafði hún gamlan lokugalla. Þó náði hún
aftur sömu heilsu og fyrr.
Sauðárkróks. Gerir lítið vart við sig'.
Akureyrar. 3 tilfelli skráð og öll væg, en langvinn.
Reykdæla. 1 tilfelli, vægt. Batnaði vel við salísýl.
Berufj. 1 tilfelli, mjög þungt. Eftir fárra daga legu pleuro-peri-
carditis og' pneumonia, og dó sjúklingurinn.
Vestmannaeyja. Gigtsótt fátíð. Engin á árinu.
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
TöfJur II, III og IV, 7.
Sjúklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl........ 48 65 11 19 24 9 20 3 6 3
Dánir ....... 6 3 2 „ 1 „ 2 „ 1
Er einungis getið í 2 héruðum, Eyrarbakka, eins og hér greinir á
eftir, og' Keflavíkur, þar sem skráður er 1 sjúklingur, en ekki nánari
grein gerð fyrir. Smitberar hinir sörnu og áður, nema í Vestmanna-
eyjum, þar sem smitberinn lézt á árinu.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Taugaveiki kom ekki fyrir í héraðinu á árinu, en í Kolsholti
í Flóa kom upp taugaveiki í júní. Um sarna leyti voru stödd á bænum
gömul kona og drengur héðan úr Reykjavík. Þau komu þegar í stað
hingað. Til vonar og vara voru þau bólusett gegn taugaveiki og ein-
angruð. Þau veiktust ekki.
Ólafsvikur. Taugaveikissmitberar eru engir.
Blönduós. Gerði ekki vart við sig', enda er eini smitberinn, sem hér
er, einangraður í húsi út af fyrir sig og sýnir fulla samvizkusemi og
aðgætni í dagfari sínu.
Sauðárkróks. Taugaveikissmitberar teljast hinir sömu og undan-