Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 30
28
börnum að Reykholti, sem dvöldu þar á vegum Mæðrastyrksnefndar.
Bárust út um sveitina. Tóku einkum börn og unglinga, en þó nokkuð
af fullorðnu fólki. Fylgikvilla varð engra vart.
Keflavikur. Stungu sér hér og hvar niður. Voru vægir og líklega
meira útbreiddir en skráð hefir verið.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl......... 336 624 426 900 109 70 288 197 64 33
Dánir ........ 6 17 6 22 2 2 „ „ 1
Enn fækkar skarlatssóttartilfellum, og er hennar þó getið i 7 hér-
uðum, (Rvík, Hafnarfj., Sauðárkróks, Siglufj., Húsavíkur, Rangár og
Eyrarbakka).
Læknar láta þessa getið:
livik. Stakk sér niður flesta mánuði ársins. Yfirleitt væg og án
fylgikvilla. Sjúklingarnir flestir eða allir einangraðir í Farsótta-
liúsinu.
Borgarfj. Drengur úr Reykjavík, 6 ára gamall, sem dvalið hafði A
heimili mínu undanfarið misseri, varð lasinn um miðjan marzmán-
uð með hitavott, útbrot og hólgna occipitaleilla. Engin bólga í hálsi.
Virtist helzt líkjast rubeola. Drengurinn fór til Reykjavíkur 22. marz,
þá frískur, að því er virtist. Skömmu seinna fór hann að hreistra
og var skráður þar sem skarlatssóttarsjúkling'ur og einangraður.
Ekki kunnugt um neitt svipað tilfelli, hvorki á undan né eftir. Smitun
verður tæplega skýrð á annan hátt en þann, að borizt hafi með bréfi
eða sendingu frá Reykjavík.
Sauðárkróks. 3 tilfelli skráð í nóvember. Voru þau öll á afskekkt-
um bæ í Norðurárdal. Verður ekki með vissu rakið, hvaðan sóttin
hefir borizt, en bóndinn var nýkominn úr Akureyrarferð. Börnin virt-
ust í fyrstu vera Iítið veik, og hélt fólkið, að því er það sagði. að um
rauða hunda væri að ræða og leitaði ekki strax læknis. Lét það börnin
fara fljótlega á fætur, en tveimur þeirra sló heiftarlega niður aftur
og lágu milli heims og heljar í margar vikur. Hefi ég aldrei við skar-
iatssótt séð húðina spillast eins herfilega og á annari telpunni. Var
hún á stórum svæðum þakin hrúðrum og þoldi varla að láta koma við
sig. Batnaði báðum að lokum.
16. Iíikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 16.
Sjúklingajjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937
Sjúkl........ 277 „ „ „ 8267 88
Dánir ....... 2 „ „ „123 1
1938 1939 1940
J» >> '>*
>> >> 99
Kikhósta varð ekki varl á árinu.