Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 32
ina aftur síðast í júlímánuði á sama stað. Fór hún í fyrra sinnið fyrr
á fætur en ætlazt var til, og sárin á fætinum greru aldrei að fullu.
Aftur var notað prontósil, og batnaði fljótlega. Tókst loks að græða
sárin á fætinum.
Akureyrar. Einstök tilfelli af þessum sjúkdómi, en ekkert alvar-
legt. Prontósíl rubrum mun hafa gefizt einna bezt sem læknislyf við
þessum sjúkdómi.
Reykdæla. 1 tilfelli e. cruris út frá smásári á ökla. Batnaði vel við
prontósíl ruhrum.
Öxarfj. 1 sjúklingur, mikið veikur. Batnaði þegar af prontósíl.
Vestmannaeyja. 1 tilfelli, gömul kona. Batnaði við prontósíl.
Keflavikur. Ágæt verkun af prontósíl.
19. Þrimlasótt (erythema nodosum).
Töflur II, III og IV, 19.
S júklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 193(i 1937 1938 1939 1940
Sjúkl......... 28 31 37 25 15 13 10 12 13 26
Nokkur ruglingur virðist vera á skráningu þessa kvilla. Lítur út
fyrir, að sumir læknar víki sér undan að skrá sem þrimlasótt það
erythema nodosum, er þeir telja berklakyns. Vissulega er hæpið að
telja þenna kvilla sérstaka farsótt, en hins vegar eru þau tormerki á
að flokka hann eftir því, hvort um berkla sé að ræða eða ekki, að
annaðhvort er að sleppa þrimlasóttarskráningunni eða telja allt til
hennar, og er að vísu ætlazt til, að svo sé gert. Nú er þrimlasótt í
sjúklingi talin vitni um berlclasýkingu hans, og er þá ekki áiitamál
að skrá hann jafnframt berklaveikan.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsfj. 4 tilfelli, skráð sem berklaveiki (þ. e. ekki skráð sem
þrimlasótt), þar af 3 börn, 8, 9 og 11 ára, og í þeim tilfellum um
greinilega nýsmitun að ræða, öll Pirquet -þ í fyrsta sinn.
Akureyrar. 4 tilfelli hafa komið fyrir á árinu (ekkert skráð), og
voru allir sjúklingarnir stúlkur á aldrinum 10—20 ára. 1 þeirra gamall
berklasjúklingur, hafði áður haft spondylitis. Önnur 18 ára revndist
hafa dálítinn þrota í öðru lunga og var lögð á Kristneshæli. Þriðja
stúlkan hafði verið berldarannsökuð, rétt áður en hún veiktist, vegna
þess að móðir hennar var skömmu áður lögð inn á Kristneshæli með
opna lungnaberkla. Við þessa berklarannsókn reyndist hún alveg
neikvæð (Mantoux 1 mg), og við röntgenrannsókn var ekkert að sjá
athugavert við lung'u hennar eða brjósthimnu. Eftir að hún hafði legið
nokkurn tíma á sjúkrahúsi Akureyrar vegna hinnar fyrrnefndu
þrimlasóttar, var aftur gerð berklarannsókn, og var hún þá mjög
greinilega jákvæð (Mantoux 1/100 mg), en við röntgenrannsókn var
ekkert að sjá á lungum eða brjósthimnu frekar en í fyrra skiptið.
Fjórða stúlkan var jákvæð við berklarannsókn, en við röntgensskoðun
var ekkert að finna athugavert við lungun eða i brjósthimnu.
A'orðfj. 1 tilfelli, sem ekki virtist vera að berklauppruna.