Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1940, Blaðsíða 16
14
Akureyrar. Gert eitthvað vart við sig alla rnánuði ársins, en aldrei
mikil brögð að henni né nein þung tilfelli.
Höfðahverfis. Stakk sér niður öðru hverju allt árið, en yfirleitt væg'.
Reykdæla. Yfirleitt væg tilfelli.
Öxarfj. Lítið um kverkabólgu, en nokkuð tíður fyJgikvilli kvefs og'
inflúenzu. Helzt farsóttarbragur um og' eftir árslokin og þá slæm á
einstöku.
Þistilfj. Fáein tilfelli.
Hróarstungu. Stakk sér niður flesta mánuði ársins.
Scyðisjj. Stakk sér niður við og við eins og alltaf.
Norðfj. Gerði lítið vart við sig — eitt og eitt tilfelli.
Bcrufj. Aðeins fá tilfelli.
Hornafj. Smáfaraldur vor- og sumarmánuðina.
Vestmannaeyja. í engu frábrugðin fyrri faröldruin.
Grímsnes. Fáein lilfelli í flestum mánuðum ársins. Flest væg.
Keflavíkur. Meira og minna allt árið.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjúklingafjöldi 1931—1940:
1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940
Sjúkl. . 8549 9568 9112 9716 9829 10968 16476 14320 16938 15982
Dánir .„2131 2 2 1 5 1
Svipaður fjöldi sjúklinga skráður 4 síðastliðin ár. Þó gera flestir
læknar fremnr lítið úr kvefsótt á þessn ári, og mun hún víðast hafa
verið væg og' sjaldnast með eiginlegu farsóttarsniði.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Tiltölulega lítið har á kvefsótt, og var hún yfirleitt væg og'
laus við fylgikvilla.
Skipaskaga. Stungið sér niður allt árið.
Borgarfj. Gekk með meira móti síðara helming ársins, sums staðar
allþung með tilheyrandi kveflungnabólgutilfellum.
Borgarncs. Gerði vart við sig alla mánuðina, einkum þó síðara hluta
ársins.
ólafsvíkur. Allmörg tilfelli og sum nokkuð þung.
Stykkishólms. Tólc að gera vart við sig í ágústmánuði. Var eigi frá-
brugðin því, er gengur og gerist, er kvef gengur.
Dala. Enginn faraldur.
Reykhóla. Nokkur kveflasleiki í apríl og maí.
Bildudals. Talsvert útbreidd og' allþrálát flesta mánuði ársins, oft
samfara kverkabólgu.
Þingeyrar. Með rneira móti og illkynjuð, einkum er leið á árið.
Hóls. Kvefsött stakk sér niður meira og minna flesta mánuði ársins.
ísafj. Alla mánuði ársins.
Ögur. Nokkur faraldur í júlí og ágúst, annars dreifð tilfelli.
Reykjarfj. Viðloðandi alla mánuðina nema nóvember, en aldrei
slæm nema í september.
J